Enski boltinn

Crouch óttast að landsliðsferlinum sé lokið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Crouch fagnar marki í leik með Stoke.
Crouch fagnar marki í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images
Peter Crouch, leikmaður Stoke, hefur áhyggjur af því að hann muni ekki spila aftur fyrir enska landsliðsins. Hann sé í raun búinn að gefa upp alla von.

Wayne Rooney fékk að líta rauða spjaldið í leik Englands og Svartfjallalands á föstudaginn og verður af þeim sökum í banni í fyrsta eða fyrstu leikjum Englands á EM 2012.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur sagt að hann ætli ekki að nota Rooney í næstu leikjum liðsins til að venja liðið við að spila án hans.

Crouch var spurður hvort að hann ætti þar með meiri möguleika á að endurheimta sæti sitt í landsliðinu. „Ég reyni að standa mig eins vel og ég get í hverjum einasta leik. Ef ég fengi kallið frá enska landsliðinu væri það hið besta mál,“ sagði Crouch við enska fjölmiðla.

„En ég er ekki vongóður um að það gerist. Mér finnst ég alltaf hafa staðið mig vel í enska landsliðinu, rétt eins og hjá Stoke þessa dagana. Þetta eru því vonbrigði fyrir mig að fá ekki kallið.“

„En ég nýt þess að spila með Stoke. Ef ég verð valinn aftur í landsliðið þá er það fínt, ef ekki þá er ég ánægður þar sem ég er í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×