Enski boltinn

Redknapp: Þurfti að berjast fyrir því að fá Parker

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að hann hafi þurft að pressa stjórn félagsins til þess að kaupa miðjumanninn Scott Parker frá West Ham.

Redknapp segir að það hafi verið mikið af fólki innan Tottenham sem hafi haft efasemdir um Parker út af aldri hans og launakröfum.

"Það hefur aldrei verið eins erfitt að fá leikmann eins og Parker. Stjórn félagsins var ekkert sérstaklega spennt fyrir því að fá hann og hann var á háum launum miðað við okkur. Spurs borgar ekki sömu laun og Chelsea og Man. City," sagði Redknapp.

"Menn óttuðust að það væri ekki skynsamlegt að fá hingað 31 árs gamlan mann sem væri ekki hægt að selja aftur. Ég sagði að hann gæti gefið okkur mikið næstu tvö árin og stjórnarformaðurinn var sem betur fer sammála mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×