Enski boltinn

Rooney eldri neitar staðfastlega sök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney slær á létta strengi með Micah Richards á æfingu enska landsliðsins í gær.
Wayne Rooney slær á létta strengi með Micah Richards á æfingu enska landsliðsins í gær. Nordic Photos / Getty Images
Faðir Wayne Rooney, leikmanns enska landsliðsins og Manchester United, neitar staðfastlega sök eftir að hann var handtekinn vegna veðmálabrasks í gær.

Eins og greint var frá í gær voru alls níu manns handteknir í tengslum við veðmálabrask í skosku úrvalsdeildinni. Steve Jennings, 26 ára gamall leikmaður Motherwell, mun hafa látið reka sig viljandi af velli í leik gegn Hearts í fyrra.

Óeðlilega mikið hafði verið veðjað á að leikmaður yrði rekinn af velli í leiknum og var faðir Rooney, Wayne eldri, einn þeirra sem var handtekinn. Hann var yfirheyrður í nokkrar klukkustundir og svo sleppt gegn tryggingargjaldi.

„Hr. Rooney neitar staðfastlega sök og höfum við sýnt mikinn samstarfsvilja í rannsókninni. Við munum ekki tjá okkur frekar um málið eins og er,“ sagði lögmaður Rooney við enska fjölmiðla í gær.

England mætir í kvöld Svartfjallalandi í undankeppni EM 2012 og er talið fullvíst að Rooney yngri verði á sínum stað í byrjunarliði enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×