Enski boltinn

Gerrard gæti byrjað gegn Man. Utd

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði í byrjunarliði félagsins í fyrsta skipti í hálft ár um helgina er Liverpool mætir Man. Utd.

Gerrard er búinn að koma þrisvar af bekknum eftir að hann fór í aðgerð á nára. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur farið varlega með Gerrard og passað upp á að hann fari ekki of geyst af stað. Nú virðist Dalglish til í að taka Gerrard aftur inn í liðið.

"Það styrkir þetta félag mikið að hafa Steven Gerrard við góða heilsu. Það segir sig sjálft," sagði Dalglish.

"Við viljum vera með virkilega sterkan leikmannahóp og það styrkir hópinn gríðarlega að fá Stevie aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×