Enski boltinn

Cleverley búinn að framlengja við Man. Utd

Ungstirnið Tom Cleverley hefur slegið í gegn hjá Man. Utd í vetur og hann hefur nú verið verðlaunaður með nýjum samningi sem gildir til ársins 2015.

Þessi 22 ára strákur hefur komið flestum í opna skjöldu með frábærum leik það sem af er vetri og skal engan undra að hann sé í miklum metum innan félagsins.

"Tímabilið hefur byrjað frábærlega hjá mér. Það er ekkert að því að komast í byrjunarlið Man. Utd og vera síðan valinn í enska landsliðið," sagði Cleverley.

"Ég er alinn upp hjá félaginu og það er frábært að vera kominn í aðalliðið. Ég hlakka til að hjálpa félaginu að vinna fleiri titla."

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur mikla trú á stráknum.

"Tom er einn efnilegasti leikmaður Englands. Hann hefur allt sem góður leikmaður þarf að hafa og hans bíður björt framtíð í boltanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×