Enski boltinn

Beckham vill vinna fyrir Man. Utd í framtíðinni

Beckham og Neville eru bestu vinir.
Beckham og Neville eru bestu vinir.
David Beckham hefur lýst yfir áhuga á að starfa fyrir Man. Utd í framtíðinni. Hann vill gjarna fá að vera íþróttastjóri hjá félaginu eins og Zinedine Zidane er hjá Real Madrid.

Beckham vann alla titla með Man. Utd á sínum tíma en var síðan seldur til Real Madrid árið 2003.

Beckham er nú orðaður við PSG þar sem hann gæti endað feril sinn sem knattspyrnumaður. Hann ætlar að halda áfram í boltanum eftir að skórnir fara á hilluna.

"Ég væri meira en til í að verða íþróttastjóri hjá United. Ég tel að United geti vel unnið þrennuna aftur eins og við gerðum 1999," sagði Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×