Redknapp: Heimskuleg hegðun Rooney gæti reynst okkur dýrkeypt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2011 11:00 Wayne Rooney sparkar hér í Miodrag Dzudovic í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leik Svartfjallalands og Englands í gær gæti reynst enska landsliðinu dýrkeypt í úrslitakeppni EM í sumar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en stigið dugði Englendingum til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni í Pólland og Úkraínu næsta sumar. Rooney mun þó missa af minnst einum leik Englands í riðlakeppninni vegna rauða spjaldsins í gær. Og Redknapp, sem hefur helst verið orðaður við landsliðsþjálfara stöðu Englands eftir að Fabio Capello hættir næsta sumar, segir að það gæti reynst liðinu dýrkeypt. „Það sem Rooney gerði var einfaldlega heimskulegt,“ skrifaði Redknapp í vikulegan pistil sinn í enska götublaðinu The Sun. „Hann einfaldlega má ekki láta svona lagað koma fyrir. Við héldum öll að þessir dagar væru liðnir en hann greinilega hefur ekki stjórn á skapinu. Hann leggur sig mikið fram í leikjum Manchester United og enska landsliðsins en hann verður að hafa sín mörk.“ Aðeins degi fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi bárust fregnir af því að faðir Rooney hafði verið handtekinn fyrir sinn þátt í veðmálabraski sem tengdist leik í skosku úrvalsdeildinni. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, sagði eftir leikinn í gær að það hafi engu að síður verið rétt ákvörðun að láta hann spila, þrátt fyrir rauða spjaldið. „Það voru ekki mistök að velja hann í liðð. Hann gerði kjánaleg mistök þegar hann sparkaði í andstæðing og ég held að hann verði í banni í fyrsta leiknum okkar á EM. Ég ræddi við hann fyrir leikinn og var hann bæði yfirvegaður og rólegur. Svo fór hann út á völlinn og gerði þessu kjánalegu mistök.“ „Wayne var ekki ánægður vegna þess að náði ekki stjórn á boltanum og nokkrum sendingum. Viðbrögðin hans við því voru að sparka í andstæðinginn. Ég er ekki ánægður og er búinn að ræða við hann. Hann baðst afsökunar.“ Redknapp skrifaði að lengi vel hafi það litið út fyrir að vera rétt ákvörðun að láta Rooney spila. „Ég var einmitt að hugsa að þetta mál með pabba hans og frænda hafði greinilega engin áhrif á hann. En það er ljóst að eftirmálarnir, líklega tveggja leikja bann á EM, er gríðarlegt áfall fyrir enska landsliðið.“ „Rooney átti stóran þátt í báðum mörkum enska landsliðsins í gær og við verðum bara að vona að bannið sem hann fær verði ekki of langt.“ Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leik Svartfjallalands og Englands í gær gæti reynst enska landsliðinu dýrkeypt í úrslitakeppni EM í sumar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en stigið dugði Englendingum til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni í Pólland og Úkraínu næsta sumar. Rooney mun þó missa af minnst einum leik Englands í riðlakeppninni vegna rauða spjaldsins í gær. Og Redknapp, sem hefur helst verið orðaður við landsliðsþjálfara stöðu Englands eftir að Fabio Capello hættir næsta sumar, segir að það gæti reynst liðinu dýrkeypt. „Það sem Rooney gerði var einfaldlega heimskulegt,“ skrifaði Redknapp í vikulegan pistil sinn í enska götublaðinu The Sun. „Hann einfaldlega má ekki láta svona lagað koma fyrir. Við héldum öll að þessir dagar væru liðnir en hann greinilega hefur ekki stjórn á skapinu. Hann leggur sig mikið fram í leikjum Manchester United og enska landsliðsins en hann verður að hafa sín mörk.“ Aðeins degi fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi bárust fregnir af því að faðir Rooney hafði verið handtekinn fyrir sinn þátt í veðmálabraski sem tengdist leik í skosku úrvalsdeildinni. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, sagði eftir leikinn í gær að það hafi engu að síður verið rétt ákvörðun að láta hann spila, þrátt fyrir rauða spjaldið. „Það voru ekki mistök að velja hann í liðð. Hann gerði kjánaleg mistök þegar hann sparkaði í andstæðing og ég held að hann verði í banni í fyrsta leiknum okkar á EM. Ég ræddi við hann fyrir leikinn og var hann bæði yfirvegaður og rólegur. Svo fór hann út á völlinn og gerði þessu kjánalegu mistök.“ „Wayne var ekki ánægður vegna þess að náði ekki stjórn á boltanum og nokkrum sendingum. Viðbrögðin hans við því voru að sparka í andstæðinginn. Ég er ekki ánægður og er búinn að ræða við hann. Hann baðst afsökunar.“ Redknapp skrifaði að lengi vel hafi það litið út fyrir að vera rétt ákvörðun að láta Rooney spila. „Ég var einmitt að hugsa að þetta mál með pabba hans og frænda hafði greinilega engin áhrif á hann. En það er ljóst að eftirmálarnir, líklega tveggja leikja bann á EM, er gríðarlegt áfall fyrir enska landsliðið.“ „Rooney átti stóran þátt í báðum mörkum enska landsliðsins í gær og við verðum bara að vona að bannið sem hann fær verði ekki of langt.“
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti