Redknapp: Heimskuleg hegðun Rooney gæti reynst okkur dýrkeypt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2011 11:00 Wayne Rooney sparkar hér í Miodrag Dzudovic í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leik Svartfjallalands og Englands í gær gæti reynst enska landsliðinu dýrkeypt í úrslitakeppni EM í sumar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en stigið dugði Englendingum til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni í Pólland og Úkraínu næsta sumar. Rooney mun þó missa af minnst einum leik Englands í riðlakeppninni vegna rauða spjaldsins í gær. Og Redknapp, sem hefur helst verið orðaður við landsliðsþjálfara stöðu Englands eftir að Fabio Capello hættir næsta sumar, segir að það gæti reynst liðinu dýrkeypt. „Það sem Rooney gerði var einfaldlega heimskulegt,“ skrifaði Redknapp í vikulegan pistil sinn í enska götublaðinu The Sun. „Hann einfaldlega má ekki láta svona lagað koma fyrir. Við héldum öll að þessir dagar væru liðnir en hann greinilega hefur ekki stjórn á skapinu. Hann leggur sig mikið fram í leikjum Manchester United og enska landsliðsins en hann verður að hafa sín mörk.“ Aðeins degi fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi bárust fregnir af því að faðir Rooney hafði verið handtekinn fyrir sinn þátt í veðmálabraski sem tengdist leik í skosku úrvalsdeildinni. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, sagði eftir leikinn í gær að það hafi engu að síður verið rétt ákvörðun að láta hann spila, þrátt fyrir rauða spjaldið. „Það voru ekki mistök að velja hann í liðð. Hann gerði kjánaleg mistök þegar hann sparkaði í andstæðing og ég held að hann verði í banni í fyrsta leiknum okkar á EM. Ég ræddi við hann fyrir leikinn og var hann bæði yfirvegaður og rólegur. Svo fór hann út á völlinn og gerði þessu kjánalegu mistök.“ „Wayne var ekki ánægður vegna þess að náði ekki stjórn á boltanum og nokkrum sendingum. Viðbrögðin hans við því voru að sparka í andstæðinginn. Ég er ekki ánægður og er búinn að ræða við hann. Hann baðst afsökunar.“ Redknapp skrifaði að lengi vel hafi það litið út fyrir að vera rétt ákvörðun að láta Rooney spila. „Ég var einmitt að hugsa að þetta mál með pabba hans og frænda hafði greinilega engin áhrif á hann. En það er ljóst að eftirmálarnir, líklega tveggja leikja bann á EM, er gríðarlegt áfall fyrir enska landsliðið.“ „Rooney átti stóran þátt í báðum mörkum enska landsliðsins í gær og við verðum bara að vona að bannið sem hann fær verði ekki of langt.“ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leik Svartfjallalands og Englands í gær gæti reynst enska landsliðinu dýrkeypt í úrslitakeppni EM í sumar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en stigið dugði Englendingum til að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni í Pólland og Úkraínu næsta sumar. Rooney mun þó missa af minnst einum leik Englands í riðlakeppninni vegna rauða spjaldsins í gær. Og Redknapp, sem hefur helst verið orðaður við landsliðsþjálfara stöðu Englands eftir að Fabio Capello hættir næsta sumar, segir að það gæti reynst liðinu dýrkeypt. „Það sem Rooney gerði var einfaldlega heimskulegt,“ skrifaði Redknapp í vikulegan pistil sinn í enska götublaðinu The Sun. „Hann einfaldlega má ekki láta svona lagað koma fyrir. Við héldum öll að þessir dagar væru liðnir en hann greinilega hefur ekki stjórn á skapinu. Hann leggur sig mikið fram í leikjum Manchester United og enska landsliðsins en hann verður að hafa sín mörk.“ Aðeins degi fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi bárust fregnir af því að faðir Rooney hafði verið handtekinn fyrir sinn þátt í veðmálabraski sem tengdist leik í skosku úrvalsdeildinni. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, sagði eftir leikinn í gær að það hafi engu að síður verið rétt ákvörðun að láta hann spila, þrátt fyrir rauða spjaldið. „Það voru ekki mistök að velja hann í liðð. Hann gerði kjánaleg mistök þegar hann sparkaði í andstæðing og ég held að hann verði í banni í fyrsta leiknum okkar á EM. Ég ræddi við hann fyrir leikinn og var hann bæði yfirvegaður og rólegur. Svo fór hann út á völlinn og gerði þessu kjánalegu mistök.“ „Wayne var ekki ánægður vegna þess að náði ekki stjórn á boltanum og nokkrum sendingum. Viðbrögðin hans við því voru að sparka í andstæðinginn. Ég er ekki ánægður og er búinn að ræða við hann. Hann baðst afsökunar.“ Redknapp skrifaði að lengi vel hafi það litið út fyrir að vera rétt ákvörðun að láta Rooney spila. „Ég var einmitt að hugsa að þetta mál með pabba hans og frænda hafði greinilega engin áhrif á hann. En það er ljóst að eftirmálarnir, líklega tveggja leikja bann á EM, er gríðarlegt áfall fyrir enska landsliðið.“ „Rooney átti stóran þátt í báðum mörkum enska landsliðsins í gær og við verðum bara að vona að bannið sem hann fær verði ekki of langt.“
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira