Enski boltinn

Reina: Það var rétt að reka Benitez

Pepe Reina, markvörður Liverpool, segir að félagið hafi gert rétt í því að láta Rafa Benitez fara á sínum tíma því Benitez hafði tapað trausti leikmanna sinna.

Reina segir í ævisögu sinni að ástandið undir stjórn Benitez hafi verið svo slæmt að hann óttaðist að liðið myndi hreinlega falla úr ensku úrvalsdeildinni með spænska þjálfaranum.

"Ég vissi að það var rétt ákvörðun er Rafa fór. Það er erfitt að segja það en hann hafði enga stjórn á hlutunum lengur. Miðað við hversu margir treystu honum ekki lengur var best að hann hætti," sagði Reina.

Hann þakkar þó Benitez fyrir allt sem hann gerði fyrir sig. Hann segist standa í þakkarskuld við landa sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×