Enski boltinn

Hernandez fær umtalsverða launahækkun hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið Daily Star fullyrðir að Javier Hernandez muni senn skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United og við það meira en þrefaldast í launum.

Hernandez er sagður fá um 25 þúsund pund í vikulaun í dag en samkvæmt nýja samningnum fengi hann 80 þúsund pund, samkvæm frétt blaðsins.

Hernandez á enn þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum en stóð sig svo vel á sínu fyrsta tímabilil hjá United í fyrra að félagið hefur tekið samninginn til endurskoðunar.

Hann og Wayne Rooney hafa náð vel saman í fremstu víglínu hjá United en Hernandez hefur þó misst af nokkrum leikjum í upphafi tímabilsins vegna höfuðmeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×