Enski boltinn

Æfði með kjötstykki í skónum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Collins.
James Collins. Mynd/AFP
James Collins, varnarmaður Aston Villa, var tilbúinn að prófa eitthvað nýtt til þess að ná sér góðum fyrir leik Aston Villa liðsins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

James Collins, sem er 28 ára miðvörður, gat ekki spilað með velska landsliðinu vegna meiðsla á fæti en hefur verið í sérstakri meðferð á æfingasvæði Aston Villa undanfarna viku.

Peter Grant, aðstoðarstjóri Aston Villa, var tilbúinn að gefa upp nýja galdrameðalið því hann sagði að James Collins hafði æft með kjötstykki í skónum.

„Við vorum stressaðir yfir þessum meiðslum hjá James því þetta leit ekki vel út. Það var því ákveðið að reyna eitthvað nýtt en það var fáránlegt að sjá hann með kjötstykkið í skónum. Þetta var eins og að horfa á fótinn á fílamanninum," sagði Peter Grant.

„Við ákváðum að prófa þetta því þessi aðferð var notuð nýlega í Þýskalandi. Hann spilaði þó ekki með kjötsneiðina í skónum enda vildum við ekki fá hana eldaða til baka," sagði Grant í léttum tón. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×