Enski boltinn

Adebayor þarf að taka á sig launalækkun vilji hann vera hjá Spurs

Man. City er enn að greiða meirihluta launa Adebayor þó svo hann spili með Spurs.
Man. City er enn að greiða meirihluta launa Adebayor þó svo hann spili með Spurs.
Ef að Emmanuel Adebayor vill leika með Tottenham næstu árin þá er alveg ljóst að hann mun þurfa að taka á sig talsverða launalækkun. Tottenham ræður ekki við þau laun sem Man. City greiðir honum.

Adebayor er á láni hjá Spurs frá Man. City og hefur þegar skorað þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar.

"Auðvitað myndi ég vilja halda Emmanuel hjá okkur. Launin gætu þó staðið í vegi fyrir þeim draumi," sagði Harry Redknapp, stjóri Spurs.

"Ég hef ekki hugmynd um hversu mikið af laununum hans við erum að greiða en mig grunar að City sé enn að greiða meirihlutann. Ef Emmanuel vill vera hjá okkur í framtíðinni þarf hann að taka fótboltann fram yfir peningana. Sem sagt að sætta sig við launalækkun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×