Fleiri fréttir Terry sektaður John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag sektaður um 10.000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrir áramót. Terry þarf ekki að taka út leikbann. 9.1.2007 18:03 Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Liverpool og Arsenal mætast öðru sinni á þremur dögum í kvöld þegar þau kljást í enska deildarbikarnum á Anfield. Arsenal vann góðan 3-1 sigur í fyrri leiknum í enska bikarnum um helgina og því vilja heimamenn eflaust hefna sín rækilega í kvöld. Bein útsending Sýnar frá leiknum hefst klukkan 19:35. 9.1.2007 17:25 Juventus ekki lengur á eftir Mascherano Forráðamenn Juventus hafa gefist upp í að reyna að fá til sín argentínska miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham, því staða hans og afskipti MSI séu of flókin til að hægt sé að kaupa hann. Þá lét einn forráðamanna Juventus hafa eftir sér að leikmaðurinn væri hvort sem er á leið í raðir Liverpool. 9.1.2007 15:32 PSV hefur áhuga á Albert Luque Sky sjónvarpsstöðin segist hafa öruggar heimildir fyrir því í dag að hollenska liðið PSV Eindhoven hafi gert fyrirspurn um spænska framherjann Albert Luque hjá Newcastle. Leikmaðurinn hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá Newcastle í vetur og er einhver mestu vonbrigði síðari ára í enska boltanum. 9.1.2007 15:25 Liverpool að kaupa ítalskan markvörð? Liverpool er við það að landa U-21 árs markverði Ítala ef marka má orð umboðsmanns leikmannsins. Sá heitir Daniele Padelli og leikur sem lánsmaður hjá Sampdoria sem stendur. Umboðsmaðurinn fullyrðir að ekki sé langt í land með að markvörðurinn ungi fari til Englands og gangi frá samningi við Liverpool. 9.1.2007 15:18 Souness gerir tilboð í Wolves Fyrrum knattspyrnustjórinn Graeme Souness hefur lýst því yfir að hann hafi lagt fram 20 milljón punda tilboð í að taka yfir knattspyrnufélagið Wolves, en forráðamenn félagsins neita að staðfesta fréttirnar. Souness hefur verið atvinnulaus síðan í febrúar í fyrra þegar hann var rekinn frá Newcastle. 9.1.2007 15:14 Jose er ekki að hætta í sumar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær. 9.1.2007 15:11 West Ham kaupir Quashie Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum. 8.1.2007 21:32 Wright-Phillips neitaði West Ham Kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips fer ekki til West Ham ef marka má frétt frá Sky sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar er greint frá því að leikmaðurinn hafi neitað að fara til West Ham. Eggert Magnússon og félagar voru sagðir tilbúnir að greiða gott verð fyrir leikmanninn, en hann hafði ekki áhuga á að fara til Hamranna sem eru í bullandi fallbaráttu. 8.1.2007 18:13 Aaron Lennon framlengir við Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu. 8.1.2007 18:01 Diabi kominn í hóp Arsenal á ný Franski miðjumaðurinn Abou Diabi er nú kominn í leikmannahóp Arsenal á ný eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland síðasta vor, en hann hefur verið frá í átta mánuði. Hann verður væntanlega í hóp Arsenal sem mætir Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld, líkt og Cesc Fabregas sem snýr aftur eftir leikbann. William Gallas, Emmanuel Adebayor og Freddie Ljungberg verða ekki í hópnum vegna meiðsla. 8.1.2007 17:19 Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær. 8.1.2007 17:10 Frábær aðsókn í enska bikarnum Mjög góð aðsókn var á leiki helgarinnar í enska bikarnum um helgina og hefur raunar ekki verið meiri í aldarfjórðung ef tekið er mið af áhorfendafjölda, en 17,664 áhorfendur að meðaltali sáu leiki í þriðju umferð keppninnar um helgina. Þá var markatalan í umferðinni sú hæsta í 40 ár eða 3,23 mörk að meðaltali í leik. 8.1.2007 16:52 Terry gengst við ákæru knattspyrnusambandsins John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að gangast við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik gegn Tottenham í nóvember. Terry hafði áður neitað öllum sökum og fór fram á fund með aganefndinnni, en hefur nú dregið í land. 8.1.2007 16:36 Mancini hrifinn af Shevchenko Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita. 8.1.2007 16:20 Allt undir United komið Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi. 8.1.2007 15:15 Dregið í fjórðu umferð enska bikarsins Í dag var dregið í fjórðu umferð enska bikarsins og fengu stórliðin Chelsea, Arsenal og Man Utd öll heimaleiki í næstu umferð. Enn á eftir að spila nokkra aukaleiki áður en fjórða umferðin getur hafist en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eigast við í næstu umferð. 8.1.2007 14:15 Jafnt í Cardiff Úrvalsdeildarliði Tottenham tókst ekki að leggja lið Cardiff í lokaleiknum í enska bikarnum í dag og skildu liðin jöfn 0-0 í bragðdaufum leik í Wales. Liðin þurfa því að mætast á ný á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Einu góðu fréttirnar fyrir úrvalsdeildarliðið í dag voru því þær að þeir Robbie Keane og Aaron Lennon sneru til baka úr meiðslum. 7.1.2007 18:05 Ferguson ánægður með Skandinavíumennina Sir Alex Ferguson hrósaði Skandinavíumönnunum tveimur í framlínu Man Utd í hástert í dag eftir að þeir tryggðu liðinu sigur á Aston Villa með tveimur góðum mörkum. Henrik Larsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og Ole Gunnar Solskjær innsiglaði sigurinn í blálokin með dæmigerðu marki fyrir þennan markheppna framherja. 7.1.2007 17:37 Larsson ánægður með markið Sænski markaskorarinn Henrik Larsson var að vonum ánægður með að ná að skora í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið lagði Aston Villa í bikarnum. Hann var spurður að því eftir leikinn hvort til greina kæmi að framlengja veru sína á Englandi. 7.1.2007 17:24 Blackburn burstaði Everton Þremur af fjórum leikjum dagsins í enska bikarnum er nú lokið. Blackburn vann góðan 4-1 sigur á Everton á útivelli með mörkum frá Pedersen, Derbyshire, Gallagher og McCarthy, en Andy Johnson skoraði mark Everton. Sheffield Wednesday og Man City skildu jöfn 1-1 og mætast öðru sinni í Manchester. 7.1.2007 17:02 Skandinavíusigur á Old Trafford Norðurlandabúarnir Henrik Larsson og Ole Gunnar Solskjær voru hetjur Manchester United í dag þegar liðið sló Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli. Markamaskínan Henrik Larsson skoraði strax í fyrsta leik með United þegar hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Milan Baros jafnaði fyrir Villa eftir 74 mínútur. Það var svo hinn magnaði Ole Gunnar Solskjær sem skoraði sigurmark United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 7.1.2007 15:52 Hiddink að taka við af Mourinho? Þær fréttir ganga nú fjöllum hærra í breskum blöðum að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink muni taka við liði Chelsea í sumar því Jose Mourinho sé að íhuga að hætta. Því er haldið fram að Roman Abramovic sé með Hiddink í sigtinu sem eftirmann Mourinho. 7.1.2007 15:22 Slæmur dagur fyrir okkur Rafa Benitez var súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Arsenal á Anfield í dag og féllu þar með úr keppni í enska bikarnum. Hann ætlar þó ekki að velta sér lengi upp úr tapinu. 6.1.2007 20:08 Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield. 6.1.2007 19:58 Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið. 6.1.2007 19:43 Bikarmeistararnir úr leik Arsenal vann í dag frækinn sigur 3-1 á bikarmeisturum Liverpool á Anfield í þriðju umferð enska bikarsins. Tomas Rosicky kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik, Dirk Kuyt minnkaði muninn fyrir Liverpool í þeim síðari, en það var svo Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn með þriðja markinu undir lokin. 6.1.2007 19:05 Chelsea burstaði Macclesfield Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna. 6.1.2007 17:13 Smertin orðaður við West Ham Rússneski miðjumaðurinn Alexei Smertin hefur nú verið orðaður við West Ham og fleiri félög á Englandi eftir að forráðamenn Dinamo Moskvu lýstu því yfir að hann mætti fara á frjálsri sölu í janúar ef hann óskaði þess. Smertin er 31 árs gamall og lék áður með Portsmouth og Chelsea á Englandi, en hann hefur auk þessa verið orðaður við Charlton og Fulham. 5.1.2007 20:45 West Brom hafnar tilboði Tottenham Enska 1. deildarliðið West Brom er sagt hafa hafnað 5 milljón punda tilboði Tottenham í miðvörðinn Curtis Davies í dag. Forráðamenn West Brom hafa lýst því yfir að enginn leikmaður fari frá félaginu á útsöluverði og ætla að reyna að halda þétt í mannskap sinn í kjölfar góðs gengis liðsins í deildinni að undanförnu. 5.1.2007 17:13 Fréttir af tilboði Real Madrid eru bull Alex Ferguson, stóri Manchester United, segir að fréttir af risatilboði Real Madrid í vængmanninn Cristiano Ronaldo í gær séu hreint og klárt bull og segir leikmanninn ekki vera á leið frá félaginu. "Þeir hafa ekki boðið í hann, enda ræðum við ekki einu sinni tilboð í hann, svo við þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur," sagði Ferguson. 5.1.2007 15:03 Argentínumennirnir fara ekki frá West Ham Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki eiga von á því að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez fari frá félaginu á þessari leiktíð, einfaldlega vegna þess að þeir megi það ekki samkvæmt reglum FIFA. 5.1.2007 14:58 Unsworth til Wigan Wigan gekk í dag frá samningi við varnarmanninum reynda David Unsworth frá Sheffield United. Unsworth er 33 ára gamall og lék áður með Everton. Hann fór á frjálsri sölu til Wigan eftir tveggja ára veru í herbúðum Sheffield. Hann hefur ekki spilað leik síðan í október. 5.1.2007 13:49 Bent má fara fyrir rétt verð Alan Curbishley, nýráðinn stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú viðurkennt að félagið gæti þurft að selja framherjann Darren Bent - en aðeins ef rétt verð fæst fyrir hann. 5.1.2007 13:43 Boa Morte til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í dag frá kaupum á framherjanum Luis Boa Morte frá Fulham fyrir um 5 milljónir punda. Boa Morte er frá Portúgal og er 29 ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði Fulham undanfarin ár, en er nú fyrsti maðurinn sem Alan Curbishley knattspyrnustjóri kaupir til West Ham. 5.1.2007 13:38 Morgan í þriggja leikja bann Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að slá til Robin van Persie hjá Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þann 30. desember sl. Þá var áfrýjun Charlton á brottvísun Osei Sankofa vísað frá, en hann fékk rautt spjald í leik gegn Arsenal á dögunum. 4.1.2007 18:04 Framtíð Mark Viduka óráðin Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki ætla að setja neina pressu á ástralska framherjann Mark Viduka um að skrifa undir nýjan samning við félagið þó gamli samningurinn hans renni út í sumar. 4.1.2007 17:15 Real Madrid búið að bjóða 40 milljónir evra í Ronaldo Spænska dagblaðið ABC fullyrðir í dag að spænska stórveldið Real Madrid sé búið að bjóða Manchester United 40 milljónir evra í kantmanninn knáa Cristiano Ronaldo. Portúgalinn ungi er þó alls ekki til sölu hjá United og því er haldið fram að tilboðið yrði að byrja í 70 milljónum evra til að ná athygli enska félagsins. 4.1.2007 17:12 Wright-Phillips á leið til West Ham? Breska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips frá Chelsea. Sagt er að kaupverðið sé 9,8 milljónir punda og að aðeins vanti blessun Jose Mourinho svo hægt sé að ganga frá viðskiptunum. 4.1.2007 16:55 Pardew sleppur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tilkynnti í dag að knattspyrnustjórinn Alan Pardew yrði ekki sóttur frekar til saka vegna rimmu sinnar við Arsene Wenger stjóra Arsenal þann 5. nóvember. Wenger var sektaður um 10 þúsund pund fyrir þátt sinn í atvikinu, en Pardew sleppur. 4.1.2007 16:51 John á leið frá Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur samþykkt kauptilboð frá ónefndu félagi í hollenska framherjann Collins John. Talið er að Watford sé félagið sem um ræðir, en Fulham hefur þegar gengið frá lánssamningi á ítalska framherjanum Vincenzo Montella. 4.1.2007 14:41 Wigan lækkar miðaverð Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný. 4.1.2007 14:36 Montella lánaður til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið ítalska framherjann Vincenzo Montella að láni í sex mánuði frá Roma á Ítalíu. Montella hefur leikið með Roma síðan árið 1999 og var í meistaraliði liðsins árið 2001. Hann er 32 ára gamall. 4.1.2007 14:23 Gareth Bale vekur áhuga úrvalsdeildarliða Fréttir frá Englandi í dag herma að Tottenham og Manchester United hafi bæði gert Southampton kauptilboð í 17 ára gamla landsliðsmanninn Gareth Bale frá Wales. Bale er sagður hafa vakið áhuga fjölda stórliða með góðum leik sínum með Southampton og því er í kjölfarið haldið fram að félagið hafi þegar boðið honum framlengingu á samningi sínum til að halda honum lengur. Hann ku metinn á um 7 milljónir punda. 3.1.2007 20:34 Mascherano heimtar að fara frá West Ham Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu. 3.1.2007 19:55 Sjá næstu 50 fréttir
Terry sektaður John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag sektaður um 10.000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrir áramót. Terry þarf ekki að taka út leikbann. 9.1.2007 18:03
Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Liverpool og Arsenal mætast öðru sinni á þremur dögum í kvöld þegar þau kljást í enska deildarbikarnum á Anfield. Arsenal vann góðan 3-1 sigur í fyrri leiknum í enska bikarnum um helgina og því vilja heimamenn eflaust hefna sín rækilega í kvöld. Bein útsending Sýnar frá leiknum hefst klukkan 19:35. 9.1.2007 17:25
Juventus ekki lengur á eftir Mascherano Forráðamenn Juventus hafa gefist upp í að reyna að fá til sín argentínska miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham, því staða hans og afskipti MSI séu of flókin til að hægt sé að kaupa hann. Þá lét einn forráðamanna Juventus hafa eftir sér að leikmaðurinn væri hvort sem er á leið í raðir Liverpool. 9.1.2007 15:32
PSV hefur áhuga á Albert Luque Sky sjónvarpsstöðin segist hafa öruggar heimildir fyrir því í dag að hollenska liðið PSV Eindhoven hafi gert fyrirspurn um spænska framherjann Albert Luque hjá Newcastle. Leikmaðurinn hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá Newcastle í vetur og er einhver mestu vonbrigði síðari ára í enska boltanum. 9.1.2007 15:25
Liverpool að kaupa ítalskan markvörð? Liverpool er við það að landa U-21 árs markverði Ítala ef marka má orð umboðsmanns leikmannsins. Sá heitir Daniele Padelli og leikur sem lánsmaður hjá Sampdoria sem stendur. Umboðsmaðurinn fullyrðir að ekki sé langt í land með að markvörðurinn ungi fari til Englands og gangi frá samningi við Liverpool. 9.1.2007 15:18
Souness gerir tilboð í Wolves Fyrrum knattspyrnustjórinn Graeme Souness hefur lýst því yfir að hann hafi lagt fram 20 milljón punda tilboð í að taka yfir knattspyrnufélagið Wolves, en forráðamenn félagsins neita að staðfesta fréttirnar. Souness hefur verið atvinnulaus síðan í febrúar í fyrra þegar hann var rekinn frá Newcastle. 9.1.2007 15:14
Jose er ekki að hætta í sumar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær. 9.1.2007 15:11
West Ham kaupir Quashie Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum. 8.1.2007 21:32
Wright-Phillips neitaði West Ham Kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips fer ekki til West Ham ef marka má frétt frá Sky sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar er greint frá því að leikmaðurinn hafi neitað að fara til West Ham. Eggert Magnússon og félagar voru sagðir tilbúnir að greiða gott verð fyrir leikmanninn, en hann hafði ekki áhuga á að fara til Hamranna sem eru í bullandi fallbaráttu. 8.1.2007 18:13
Aaron Lennon framlengir við Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu. 8.1.2007 18:01
Diabi kominn í hóp Arsenal á ný Franski miðjumaðurinn Abou Diabi er nú kominn í leikmannahóp Arsenal á ný eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland síðasta vor, en hann hefur verið frá í átta mánuði. Hann verður væntanlega í hóp Arsenal sem mætir Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld, líkt og Cesc Fabregas sem snýr aftur eftir leikbann. William Gallas, Emmanuel Adebayor og Freddie Ljungberg verða ekki í hópnum vegna meiðsla. 8.1.2007 17:19
Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær. 8.1.2007 17:10
Frábær aðsókn í enska bikarnum Mjög góð aðsókn var á leiki helgarinnar í enska bikarnum um helgina og hefur raunar ekki verið meiri í aldarfjórðung ef tekið er mið af áhorfendafjölda, en 17,664 áhorfendur að meðaltali sáu leiki í þriðju umferð keppninnar um helgina. Þá var markatalan í umferðinni sú hæsta í 40 ár eða 3,23 mörk að meðaltali í leik. 8.1.2007 16:52
Terry gengst við ákæru knattspyrnusambandsins John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að gangast við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik gegn Tottenham í nóvember. Terry hafði áður neitað öllum sökum og fór fram á fund með aganefndinnni, en hefur nú dregið í land. 8.1.2007 16:36
Mancini hrifinn af Shevchenko Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita. 8.1.2007 16:20
Allt undir United komið Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi. 8.1.2007 15:15
Dregið í fjórðu umferð enska bikarsins Í dag var dregið í fjórðu umferð enska bikarsins og fengu stórliðin Chelsea, Arsenal og Man Utd öll heimaleiki í næstu umferð. Enn á eftir að spila nokkra aukaleiki áður en fjórða umferðin getur hafist en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eigast við í næstu umferð. 8.1.2007 14:15
Jafnt í Cardiff Úrvalsdeildarliði Tottenham tókst ekki að leggja lið Cardiff í lokaleiknum í enska bikarnum í dag og skildu liðin jöfn 0-0 í bragðdaufum leik í Wales. Liðin þurfa því að mætast á ný á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Einu góðu fréttirnar fyrir úrvalsdeildarliðið í dag voru því þær að þeir Robbie Keane og Aaron Lennon sneru til baka úr meiðslum. 7.1.2007 18:05
Ferguson ánægður með Skandinavíumennina Sir Alex Ferguson hrósaði Skandinavíumönnunum tveimur í framlínu Man Utd í hástert í dag eftir að þeir tryggðu liðinu sigur á Aston Villa með tveimur góðum mörkum. Henrik Larsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og Ole Gunnar Solskjær innsiglaði sigurinn í blálokin með dæmigerðu marki fyrir þennan markheppna framherja. 7.1.2007 17:37
Larsson ánægður með markið Sænski markaskorarinn Henrik Larsson var að vonum ánægður með að ná að skora í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið lagði Aston Villa í bikarnum. Hann var spurður að því eftir leikinn hvort til greina kæmi að framlengja veru sína á Englandi. 7.1.2007 17:24
Blackburn burstaði Everton Þremur af fjórum leikjum dagsins í enska bikarnum er nú lokið. Blackburn vann góðan 4-1 sigur á Everton á útivelli með mörkum frá Pedersen, Derbyshire, Gallagher og McCarthy, en Andy Johnson skoraði mark Everton. Sheffield Wednesday og Man City skildu jöfn 1-1 og mætast öðru sinni í Manchester. 7.1.2007 17:02
Skandinavíusigur á Old Trafford Norðurlandabúarnir Henrik Larsson og Ole Gunnar Solskjær voru hetjur Manchester United í dag þegar liðið sló Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli. Markamaskínan Henrik Larsson skoraði strax í fyrsta leik með United þegar hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Milan Baros jafnaði fyrir Villa eftir 74 mínútur. Það var svo hinn magnaði Ole Gunnar Solskjær sem skoraði sigurmark United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. 7.1.2007 15:52
Hiddink að taka við af Mourinho? Þær fréttir ganga nú fjöllum hærra í breskum blöðum að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink muni taka við liði Chelsea í sumar því Jose Mourinho sé að íhuga að hætta. Því er haldið fram að Roman Abramovic sé með Hiddink í sigtinu sem eftirmann Mourinho. 7.1.2007 15:22
Slæmur dagur fyrir okkur Rafa Benitez var súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Arsenal á Anfield í dag og féllu þar með úr keppni í enska bikarnum. Hann ætlar þó ekki að velta sér lengi upp úr tapinu. 6.1.2007 20:08
Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield. 6.1.2007 19:58
Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið. 6.1.2007 19:43
Bikarmeistararnir úr leik Arsenal vann í dag frækinn sigur 3-1 á bikarmeisturum Liverpool á Anfield í þriðju umferð enska bikarsins. Tomas Rosicky kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik, Dirk Kuyt minnkaði muninn fyrir Liverpool í þeim síðari, en það var svo Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn með þriðja markinu undir lokin. 6.1.2007 19:05
Chelsea burstaði Macclesfield Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna. 6.1.2007 17:13
Smertin orðaður við West Ham Rússneski miðjumaðurinn Alexei Smertin hefur nú verið orðaður við West Ham og fleiri félög á Englandi eftir að forráðamenn Dinamo Moskvu lýstu því yfir að hann mætti fara á frjálsri sölu í janúar ef hann óskaði þess. Smertin er 31 árs gamall og lék áður með Portsmouth og Chelsea á Englandi, en hann hefur auk þessa verið orðaður við Charlton og Fulham. 5.1.2007 20:45
West Brom hafnar tilboði Tottenham Enska 1. deildarliðið West Brom er sagt hafa hafnað 5 milljón punda tilboði Tottenham í miðvörðinn Curtis Davies í dag. Forráðamenn West Brom hafa lýst því yfir að enginn leikmaður fari frá félaginu á útsöluverði og ætla að reyna að halda þétt í mannskap sinn í kjölfar góðs gengis liðsins í deildinni að undanförnu. 5.1.2007 17:13
Fréttir af tilboði Real Madrid eru bull Alex Ferguson, stóri Manchester United, segir að fréttir af risatilboði Real Madrid í vængmanninn Cristiano Ronaldo í gær séu hreint og klárt bull og segir leikmanninn ekki vera á leið frá félaginu. "Þeir hafa ekki boðið í hann, enda ræðum við ekki einu sinni tilboð í hann, svo við þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur," sagði Ferguson. 5.1.2007 15:03
Argentínumennirnir fara ekki frá West Ham Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki eiga von á því að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez fari frá félaginu á þessari leiktíð, einfaldlega vegna þess að þeir megi það ekki samkvæmt reglum FIFA. 5.1.2007 14:58
Unsworth til Wigan Wigan gekk í dag frá samningi við varnarmanninum reynda David Unsworth frá Sheffield United. Unsworth er 33 ára gamall og lék áður með Everton. Hann fór á frjálsri sölu til Wigan eftir tveggja ára veru í herbúðum Sheffield. Hann hefur ekki spilað leik síðan í október. 5.1.2007 13:49
Bent má fara fyrir rétt verð Alan Curbishley, nýráðinn stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú viðurkennt að félagið gæti þurft að selja framherjann Darren Bent - en aðeins ef rétt verð fæst fyrir hann. 5.1.2007 13:43
Boa Morte til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í dag frá kaupum á framherjanum Luis Boa Morte frá Fulham fyrir um 5 milljónir punda. Boa Morte er frá Portúgal og er 29 ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði Fulham undanfarin ár, en er nú fyrsti maðurinn sem Alan Curbishley knattspyrnustjóri kaupir til West Ham. 5.1.2007 13:38
Morgan í þriggja leikja bann Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að slá til Robin van Persie hjá Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þann 30. desember sl. Þá var áfrýjun Charlton á brottvísun Osei Sankofa vísað frá, en hann fékk rautt spjald í leik gegn Arsenal á dögunum. 4.1.2007 18:04
Framtíð Mark Viduka óráðin Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki ætla að setja neina pressu á ástralska framherjann Mark Viduka um að skrifa undir nýjan samning við félagið þó gamli samningurinn hans renni út í sumar. 4.1.2007 17:15
Real Madrid búið að bjóða 40 milljónir evra í Ronaldo Spænska dagblaðið ABC fullyrðir í dag að spænska stórveldið Real Madrid sé búið að bjóða Manchester United 40 milljónir evra í kantmanninn knáa Cristiano Ronaldo. Portúgalinn ungi er þó alls ekki til sölu hjá United og því er haldið fram að tilboðið yrði að byrja í 70 milljónum evra til að ná athygli enska félagsins. 4.1.2007 17:12
Wright-Phillips á leið til West Ham? Breska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips frá Chelsea. Sagt er að kaupverðið sé 9,8 milljónir punda og að aðeins vanti blessun Jose Mourinho svo hægt sé að ganga frá viðskiptunum. 4.1.2007 16:55
Pardew sleppur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tilkynnti í dag að knattspyrnustjórinn Alan Pardew yrði ekki sóttur frekar til saka vegna rimmu sinnar við Arsene Wenger stjóra Arsenal þann 5. nóvember. Wenger var sektaður um 10 þúsund pund fyrir þátt sinn í atvikinu, en Pardew sleppur. 4.1.2007 16:51
John á leið frá Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur samþykkt kauptilboð frá ónefndu félagi í hollenska framherjann Collins John. Talið er að Watford sé félagið sem um ræðir, en Fulham hefur þegar gengið frá lánssamningi á ítalska framherjanum Vincenzo Montella. 4.1.2007 14:41
Wigan lækkar miðaverð Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný. 4.1.2007 14:36
Montella lánaður til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið ítalska framherjann Vincenzo Montella að láni í sex mánuði frá Roma á Ítalíu. Montella hefur leikið með Roma síðan árið 1999 og var í meistaraliði liðsins árið 2001. Hann er 32 ára gamall. 4.1.2007 14:23
Gareth Bale vekur áhuga úrvalsdeildarliða Fréttir frá Englandi í dag herma að Tottenham og Manchester United hafi bæði gert Southampton kauptilboð í 17 ára gamla landsliðsmanninn Gareth Bale frá Wales. Bale er sagður hafa vakið áhuga fjölda stórliða með góðum leik sínum með Southampton og því er í kjölfarið haldið fram að félagið hafi þegar boðið honum framlengingu á samningi sínum til að halda honum lengur. Hann ku metinn á um 7 milljónir punda. 3.1.2007 20:34
Mascherano heimtar að fara frá West Ham Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu. 3.1.2007 19:55