Enski boltinn

Skandinavíusigur á Old Trafford

Henrik Larsson var ekki lengi að stimpla sig inn í lið United og fagnar hér marki sínu gegn Villa í dag
Henrik Larsson var ekki lengi að stimpla sig inn í lið United og fagnar hér marki sínu gegn Villa í dag NordicPhotos/GettyImages
Norðurlandabúarnir Henrik Larsson og Ole Gunnar Solskjær voru hetjur Manchester United í dag þegar liðið sló Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli. Markamaskínan Henrik Larsson skoraði strax í fyrsta leik með United þegar hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Milan Baros jafnaði fyrir Villa eftir 74 mínútur. Það var svo hinn magnaði Ole Gunnar Solskjær sem skoraði sigurmark United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×