Enski boltinn

West Ham kaupir Quashie

Nigel Quashie er vanur að berjast við falldrauginn
Nigel Quashie er vanur að berjast við falldrauginn NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum.

Quashie er 28 ára gamall varnarmaður og hefur fallið úr efstu deild á Englandi með hvorki meira né minna en fjórum liðum - Q.P.R., Notthingham Forest, Southampton og nú síðast West Brom. Þá er bara að bíða og vona að West Ham verði ekki fimmta liðið sem Quashie þarf að fara með niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×