Enski boltinn

Ferguson ánægður með Skandinavíumennina

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hrósaði Skandinavíumönnunum tveimur í framlínu Man Utd í hástert í dag eftir að þeir tryggðu liðinu sigur á Aston Villa með tveimur góðum mörkum. Henrik Larsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og Ole Gunnar Solskjær innsiglaði sigurinn í blálokin með dæmigerðu marki fyrir þennan markheppna framherja.

"Ég beið spenntur eftir að sjá hvernig Larsson kæmi út í leik því hann var búinn að vera frábær á æfingum. Ég treysti honum fullkomlega til að spila þennan leik og það kom heldur betur á daginn. Hann var sjóðandi heitur á síðasta þriðjungi vallarins, skapaði mikla hættu og hefði með öllu geta skorað fleiri mörk. Ég get ekki lýst því hvað ég er ánægður með hann," sagði Ferguson og skildi að sjálfssögðu eftir sneið handa Norðmanninum Ole Gunnar Soskjær.

"Ole er búinn að vera ótrúlegur í vetur. Ég sá ekki markið hans því það hljóp einhver fyrir mig, en ég frétti að boltinn hefði lekið inn undir markvörðinn. Ole er einstaklega góður í að koma skotum sínum á rammann og hefur oftar en ekki skorað úr þröngum færum, svo það kemur mér ekkert á óvart. Ég held samt að enginn hjá félaginu hefði geta trúað því að hann ætti eftir að vera kominn með 9 mörk á þessum tímapunkti á leiktíðinni og það segir sína sögu um hve frábær leikmaður hann er," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×