Enski boltinn

Larsson ánægður með markið

Henrik Larsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá United
Henrik Larsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá United NordicPhotos/GettyImages

Sænski markaskorarinn Henrik Larsson var að vonum ánægður með að ná að skora í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið lagði Aston Villa í bikarnum. Hann var spurður að því eftir leikinn hvort til greina kæmi að framlengja veru sína á Englandi.

"Það var auðvitað frábært að ná að skora í fyrsta leik og ég var líka nokkuð ánægður með markið. Það skiptir hinsvegar meira máli að við náðum að vinna og Ole var seigur að klára þetta í lokin. Ég hef náð að æfa með liðinu í nokkurn tíma núna og er farinn að þekkja betur inn á félaga mína, " sagði Larsson og bætti við að United hefði átt skilið að vinna leikinn.

Hann var síðan spurður hvort til greina kæmi að framlengja lánssamninginn við United, en hann stendur sem kunnugt er aðeins fram í mars þegar keppni hefst á ný í Svíþjóð. "Samingurinn er aðeins til þriggja mánaða og þannig verður það að vera. Ég verð að vera klár þegar leiktíðin hefst í Svíþjóð," sagði Larsson, en amk eitt bresku blaðanna sagðist í morgun hafa heimildir fyrir því að Larssen hefði þegar samþykkt að vera hjá United út leiktíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×