Enski boltinn

Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham

Eggert Magnússon
Eggert Magnússon NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið.

"Ég vona að stuðningsmenn liðsins styðji við bakið á liðinu og fyrirliðanum og sigurinn í dag var ágætis veganesti í baráttuna sem er framundan. Við höfum gengið í gegn um erfiða tíma undanfarið en andinn er góður hjá félaginu og vonandi tekst okkur að styrkja hópinn frekar," sagði Eggert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×