Enski boltinn

Aaron Lennon framlengir við Tottenham

Aaron Lennon er einn efnilegasti leikmaður Bretlandseyja
Aaron Lennon er einn efnilegasti leikmaður Bretlandseyja NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu.

"Aaron er orðinn mjög góður leikmaður nú þegar, en hann hefur ótakmarkaða möguleika til að verða enn betri. Hann er talandi dæmi um það sem við erum að reyna að gera hér hjá félaginu með því að fá til okkar unga og efnilega leikmenn," sagði Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×