Enski boltinn

Wigan lækkar miðaverð

JJB Stadium, heimavöllur Wigan, tekur 25 þúsund manns í sæti
JJB Stadium, heimavöllur Wigan, tekur 25 þúsund manns í sæti NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný.

"Við þurfum á því að halda að áhorfendur séu 12. maðurinn á vellinum og því vonum við að stuðningsmennirnir láti sig ekki vanta á komandi leiki, því það eru mjög mikilvægir leikir framundan," sagði Paul Jewell knattspyrnustjóri liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×