Fleiri fréttir

United hefur ekki nýtt sér erfiðleika okkar

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester United hafi misst af gullnu tækifæri til að stinga af í deildinni yfir hátíðarnar eftir að Chelsea missteig sig og hefur nú gert þrjú jafntefli í röð. Hann segist mjög sáttur við að forskot þeirra rauðu sé aðeins sex stig á toppnum.

Enn tapar Chelsea stigum

Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal burstaði Charlton

Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni.

Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton

Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés.

Tottenham kaupir Alnwick

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda.

Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld

Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20.

Redknapp ætlar ekki að selja

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu.

Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool

Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar.

Ballack gengst við gagnrýni

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack segist verðskulda alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir leik sinn með Englandsmeisturum Chelsea í vetur og segist eiga meira inni. Hann segist þó viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ganga í raðir enska liðsins í sumar.

Niemi laus af sjúkrahúsi

Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli.

Áfall fyrir Charlton

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk.

Bowyer frá keppni í sex vikur

Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle.

Tottenham gengur frá samningi við Taarabt

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn unga Adel Taarabt frá franska félaginu Lens. Taarabt er aðeins 17 ára gamall og er sagður geta spilað allar stöður á miðju og í sókn. Leikmaðurinn hafði verið í sigtinu hjá Arsenal og Chelsea og spilaði sinn fyrsta alvöruleik fyrir Lens í haust.

Deco vill fara til Englands

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma.

Man. Utd. tapaði stigum

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri.

Upson vill ekki vera hjá Birmingham

Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið.

Essien varar Man. Utd. við

Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu.

West Ham tapaði 6-0

Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0.

West Ham niðurlægt

Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading.

Ívar er fyrirliði Reading

Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford.

Bolton átti ekki möguleika í Liverpool

Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig.

Giggs vill verða stjóri í framtíðinni

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra.

Van Persie getur orðið sá besti

Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal.

Rossi fer ekki aftur til Newcastle

Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja.

Kemur mér ekki á óvart

Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech.

Benitez ánægður með sína menn

Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum.

Ferguson hrósar Reading

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Reading í hástert eftir viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Ferguson sagði leikmenn liðsins hafa verið einstaklega baráttuglaða og að þeir hefðu gert heimamönnum afar erfitt fyrir.

Tímabilið búið hjá Joe Cole

Nánast engar líkur eru á að enski landsliðsmaðurinn Joe Cole komi við sögu hjá Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri liðsins, eftir jafnteflið gegn Fulham í gær.

Sheffield Utd. vann með útileikmann í markinu

Þrátt fyrir að útileikmaðurinn Phil Jagielka hafi verið í markinu síðasta hálftímann hjá Sheffield United í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag náðu nýliðirnar að innbyrða öll þrjú stigin með 1-0 sigri. Leikmenn Arsenal fundu enga leið framhjá Jagielka í markinu.

Volz tryggði Fulham 15.000 pund

Moritz Volz leikmaður Fulham, tryggði félaginu sínu 15 þúsund pund í dag með því að skora 15 þúsundasta mark ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi gegn Chelsea. Fyrir umferðina í Englandi dag höfðu 14,993 mörk verið skoruð frá upphafi og hafði Barclays, aðalstyrktaraðili deildarinnar, lofað upphæðinni til þess félags sem næði áfanganum í dag.

Pardew ánægður með sigurinn

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Charlton, segir að frammistaða sinna manna gegn Aston Villa í dag sýni og sanni að liðið eigi heima í ensku úrvalsdeildinni. Charlton sigraði 2-1 í leiknum, þar sem Hermann Hreiðarsson lagði upp sigurmarkið á 91. mínútu.

Mascherano og Sissoko að skipta um lið?

Orðrómurinn um hugsanlega brottför Javier Mascherano til Liverpool í janúar heldur áfram og nú hefur miðjumanninum Mohamed Sissoko verið blandað í umræðuna. Sagan segir að Juventus sé reiðubúið að gefa eftir Mascherano til Liverpool, með því skilyrði að ítalska félagið fái forkaupsrétt á Sissoko í sumar.

Leik Watford og Wigan hætt vegna rigningar

Leik Watford og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag var flautaður af þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vegna úrhellisrigningar sem varð þess valdandi að ekki var hægt að spila fótbolta á vellinum í Watford.

Ófarir West Ham halda áfram

Íslendingaliðið West Ham er áfram í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tap á heimavelli gegn Manchester City í dag. Það var Damarcus Beasley sem skoraði eina mark leiksins, sjö mínútum fyrir leikslok.

Man. Utd. eykur forskotið í Englandi

Manchester United vann 3-2 sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Fulham. Forysta Man. Utd. á toppnum hefur því aukist enn frekar og er nú sex stig.

Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist.

Ívar og Brynjar Björn í byrjunarliðinu

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir topplið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er hins vegar í leikbanni og spilar því ekki með Fulham gegn Chelsea.

Dýrmætur sigur Charlton

Bryan Hughes var hetja Charlton gegn Aston Villa í hádegisrimmu enska boltans, en heil umferð fer fram í dag. Hughes skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton.

Querioz: Ronaldo verður bestur

Carlos Querioz, aðstoðarþjálfari Manchester United, telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Cristiano Ronaldo verði besti leikmaður heims. Querioz telur hann vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag og á öðrum stalli en aðrir.

Enskukennarar hjá félögum í Englandi

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa enskukennara í vinnu sem hjálpa erlendum leikmönnum liðanna að ná tökum á tungumálinu í Englandi og hvað mikilvægustu orðin í fótboltanum þýða. Þetta segir Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, í pistli á heimasíðu BBC.

Ívar segir leikmenn Reading fulla sjálfstraust

Ívar Ingimarsson segir leikmenn Reading mæta fullir sjálfstraust á Old Trafford á morgun þar sem nýliðarnir mæta efsta liðið deildarinnar. Ívar segir að jafnteflið sem liðið náði gegn Chelsea fyrir nokkrum dögum sýni að það hefur burði til að stríða Man. Utd.

Ekki langt í endurkomu Henry

Að sögn Arsene Wenger, stjóra Arsenal, er ekki langt til að fyrirliði liðsins, framherjinn Thierry Henry, geti spilað að nýju. Henry hefur misst af síðustu sjö leikjum vegna álagsmeiðsla og er stefnt á að hann taki þátt í bikarleiknum gegn Liverpool þann 6. janúar næstkomandi.

Lehmann: Ég á nóg eftir

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal vill meina að hann eigi nóg eftir í boltanum og hann sé ekki einu sinni byrjaður að velta því fyrir sér að leggja hanskana á hilluna. Lehmann verður 38 ára gamall á næsta ári.

Hughes hæstaánægður með Tugay

Tyrkneski miðjumaðurinn Tugay hjá Blackburn er í miklum metum hjá stjóra sínum Mark Hughes, ef eitthvað er að marka ummæli framherjans fyrrverandi í dag. Hughes segir Tugay nægilega góðan til að vera hjá Barcelona.

Terry fór í aðgerð

John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, gekk síðdegis í dag undir aðgerð á baki. Samkvæmt tilkynningu frá Chelsea segir að aðgerðin hafi gengið að óskum.

Sjá næstu 50 fréttir