Enski boltinn

Chelsea burstaði Macclesfield

NordicPhotos/GettyImages

Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna.

Hrakfarir Charlton halda áfram að í dag tapaði liðið 2-0 fyrir Nottingham Forest, Birmingham og Newcastle skildu jöfn 2-2, Sheffield United steinlá heima fyrir Swansea 3-0 og Hull og Middlesbrough skildu jöfn 1-1.

Leik Reading og Burnley var frestað vegna vatnsveðurs, en nú klukkan 17:15 hefst stórleikur Liverpool og Arsenal og er hann í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×