Fleiri fréttir

Solskjær: Þetta var ekki brot

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var sigurreifur í leikslok eftir 0-1 sigur liðsins á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Casemiro straujaði dómarann

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro leggur sig jafnan allan fram og í leik Real Betis og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær tæklaði hann dómarann.

Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands

Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands.

Kurt Zouma til West Ham

Franski miðvörðurinn Kurt Zouma skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við enska knattspyrnuliðið West Ham. Hann kemur til Lundúnaliðsins frá Chelsea fyrir tæpar 30 milljónir punda.

Lewandowski bætti rúmlega hálfrar aldar gamalt félagsmet

Markamaskínan Robert Lewandowski gerði sér lítið fyrir og bætti 51 árs gamalt félagsmet þegar hann skoraði þrennu gegn Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var sextándi leikurinn í röð sem pólski framherjinn skorar í.

Real Madrid aftur á sigurbraut

Real Madríd gerði óvænt jafntefli við Levante í síðustu umferð en Daniel Carvajal sá til þess að spænska stórveldið tapaði ekki stigum tvo leiki í röð. Loktölur 1-0 gegn Real Betis og Madrídingar því með sjö stig eftir þrjá leiki.

Guðlaugur Victor með fyrirliðabandið í sigri

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke 04 unnu í kvöld góðan 3-1 sigur gegn Düsseldorf í þýsku B-deildinni. Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í liði Schalke sem er nú með sjö stig eftir fimm leiki.

Tuchel segist hafa beðið til guðs seinustu fimm mínúturnar gegn Liverpool

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með baráttu sinna manna þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Hann segist þó ekki vera sannfærður um að Reece James hafi verðskuldað rautt spjald.

Tíu leikmenn Chelsea sóttu stig á Anfield

Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tíu leikmenn Chelsea héldu út og fara með eitt stig aftur til Lundúna.

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Özil hæddist að Arteta eftir tapið

Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle

Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð.

Alfreð á bekknum í stórtapi

Alfreð Finnbogason sat allan leikinn á varamannabekk Augsburgar sem tapaði 4-1 fyrir Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann kom aftur inn í leikmannahóp liðsins eftir meiðsli.

Vålerenga hellist aftur úr í toppbaráttunni

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Noregsmeistara Vålerenga sem töpuðu 1-0 fyrir toppliði Sandviken í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Osló í dag.

„Þurfum að líta í spegil“

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga.

Barbára og stöllur hennar komu til baka

Barbára Sól Gísladóttir spilaði allan leikinn fyrir Bröndby er liðið gerði 2-2 jafntefli við AGF á heimavelli við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“

„Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu.

Treyjasala upp úr öllu valdi þökk sé Ed Sheeran

C-deildarlið Ipswich Town á Englandi hefur óvænt rokið upp lista yfir þau lið í landinu sem hafa selt flestar treyjur og er á meðal þeirra 20 efstu. Þar er að þakka miklum stuðningsmanni félagsins, tónlistarmanninum Ed Sheeran.

Jafnt hjá Birki og félögum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði síðasta korterið fyrir lið sitt Adana Demirspor sem gerði 1-1 jafntefli við Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir