Fótbolti

Diljá á skotskónum í stórsigri í Íslendingaslagnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Diljá Ýr skoraði í dag.
Diljá Ýr skoraði í dag. Göteborgs Posten/Vísir

Diljá Ýr Zomers skoraði eitt marka Häcken er liðið vann 5-1 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í byrjunarliði tapliðsins.

Häcken eru ríkjandi meistarar í Svíþjóð en eru að elta topplið Rosengård í toppbaráttunni. Hammarby er þá í jafnri baráttu um Evrópusæti í deildinni.

Hammarby byrjaði betur í dag er Hanna Lundqvist kom liðinu í forystu á 3. mínútu leiksins. Diljá Ýr Zomers, sem var í byrjunarliði Häcken, jafnaði hins vegar fyrir heimakonur á 7. mínútu.

1-1 stóð fram á 30. mínútu þegar Mille Gejl kom Häcken yfir og Filippa Curmark tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.

Gejl skoraði sitt annað mark í upphafi síðari hálfleiks en skömmu síðar var landsliðskonunni Berglindu Björgu Þorvaldsdóttur skipt af velli hjá Hammarby. Mínútu eftir skiptinguna innsiglaði Curmark 5-1 sigur Häcken á 52. mínútu.

Häcken vann 5-1 og gerir sitt besta í að halda í við topplið Rosengård. Toppliðið er með 38 stig en Häcken er með 32 stig í öðru sætinu. Hammarby er með 21 stig í fjórða sæti, jafnt Íslendingaliði Kristianstad að stigum sem er í því fimmta. Bæði lið sækja að Eskiltuna sem er með 22 stig í þriðja sæti en efstu þrjú sæti deildarinnar veita keppnisrétt í Evrópukeppni.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×