Fótbolti

Albert kom inn á í sigri á gamla liðinu sínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru komnir á blað í hollensku úrvalsdeildinni.
Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru komnir á blað í hollensku úrvalsdeildinni. epa/SERGEY DOLZHENKO

Albert Guðmundsson kom inn á sem varmaaður þegar AZ Alkmaar sigraði Heerenveen, 1-3, á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni á tímabilinu. Liðið er í 11. sæti með þrjú stig en hefur leikið einum leik færra en öll liðin í deildinni að Fortuna Sittard frátöldu.

Henk Veerman kom Heerenveen yfir á 11. mínútu en Vangelis Pavlidis jafnaði fyrir AZ þremur mínútum síðar. Á 50. mínútu lagði Pavlidis upp mark fyrir Norðmanninn Aslak Fonn Witry og Dani de Wit gulltryggði svo sigur AZ þegar hann skoraði þriðja mark liðsins þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Albert kom inn á sem varamaður á 63. mínútu. Hann var í byrjunarliðinu í 1-0 tapinu fyrir Waalwijk í fyrsta leik AZ á tímabilinu.

Albert var á mála hjá Heerenveen á árunum 2013-15. Þaðan fór hann til PSV Eindhoven og svo til AZ fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×