Fótbolti

Alexandra hjálpaði Frankfurt að landa sigri í fyrsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir samdi við Frankfurt í fyrra.
Alexandra Jóhannsdóttir samdi við Frankfurt í fyrra. getty/Sebastian Widmann

Alexandra Jóhannsdóttir lék síðustu fjórtán mínúturnar þegar Frankfurt sigraði Sand, 2-1, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Laura Freigang kom Frankfurt yfir á 38. mínútu og á upphafsmínútu seinni hálfleiks bætti Laura Feiersinger öðru marki við úr vítaspyrnu.

Dorthe Hoppius minnkaði muninn fyrir Sand á 70. mínútu en nær komust gestirnir ekki og Frankfurt fagnaði sigri.

Alexandra byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.

Hafnfirðingurinn er á sínu öðru tímabili hjá Frankfurt en hún kom til liðsins frá Breiðabliki í fyrra.

Á síðasta tímabili endaði Frankfurt í 6. sæti þýsku deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Wolfsburg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.