Fótbolti

Guðlaugur Victor með fyrirliðabandið í sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í þýska liðinu Schalke 04 unnu góðan sigur gegn Düsseldorf í kvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í þýska liðinu Schalke 04 unnu góðan sigur gegn Düsseldorf í kvöld. Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke 04 unnu í kvöld góðan 3-1 sigur gegn Düsseldorf í þýsku B-deildinni. Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í liði Schalke sem er nú með sjö stig eftir fimm leiki.

Gestirnir í Düsseldorf tóku forystuna á 12. mínútu með marki frá Shinta Appelkamp, en Marius Bulter jafnaði metin þrem mínútum síðar.

Staðan var því jöfn þegar flautað var til hálfleiks, en Simon Terodde kom Guðlaugi og félögum yfir strax á fyrstu mínútu síðar hálfleiks.

Terodde var svo aftur á ferðinni á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar hann tryggði Schalke 3-1 sigur. Þetta var annar sigur liðsins á tímabilinu og liðið hefur sjö stig eftir fimm leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.