Fótbolti

Glódís lék sinn fyrsta leik fyrir Bayern í átta marka sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er komin til Þýskalands eftir nokkurra ára dvöl í Svíþjóð.
Glódís Perla Viggósdóttir er komin til Þýskalands eftir nokkurra ára dvöl í Svíþjóð. vísir/vilhelm

Glódís Perla Viggósdóttir þreytti frumraun sína fyrir Bayern München þegar liðið rúllaði yfir Werder Bremen, 8-0, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Bayern varð þýskur meistari á síðasta tímabili og miðað við byrjunina á þessu tímabili ætlar liðið ekkert að gefa eftir í vetur.

Lina Magull skoraði tvö mörk fyrir Bayern og Carolin Simon, Lea Schuller, Hanna Glas, Maximiliane Rall, Lineth Beerensteyn (víti) og Linda Dallmann sitt markið hver.

Glódís kom inn á sem varamaður á 62. mínútu, í stöðunni 4-0. Bayern skoraði síðan fjögur mörk á níu mínútna kafla.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.