Fótbolti

Casemiro straujaði dómarann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Casemiro og Alejandro Hernández eftir að sá Brassinn tæklaði dómarann.
Casemiro og Alejandro Hernández eftir að sá Brassinn tæklaði dómarann. getty/Jose Luis Contreras

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro leggur sig jafnan allan fram og í leik Real Betis og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær tæklaði hann dómarann.

Á 58. mínútu freistaði Casemiro þess að vinna boltann af leikmanni Betis. Það tókst ekki betur en svo að hann tæklaði dómara leiksins, Alejandro Hernández. Hann lá kylliflatur eftir hörkutæklingu Brassans.

Hernández hafði þó húmor fyrir atvikinu, þeir Casemiro göntuðust og skildu á endanum sáttir.

Casemiro slapp við gult spjald í þessu tilfelli en fékk síðan áminningu í uppbótartíma.

Real Madrid vann leikinn, 0-1. Dani Carvajal skoraði markið á 61. mínútu eftir sendingu Karims Benzema.

Með sigrinum komst Real Madrid á topp deildarinnar. Liðið er með sjö stig líkt og Sevilla, Valencia og Mallorca. Atlético Madrid getur náð toppsætinu með sigri á Villarreal í dag.


Tengdar fréttir

Real Madrid aftur á sigurbraut

Real Madríd gerði óvænt jafntefli við Levante í síðustu umferð en Daniel Carvajal sá til þess að spænska stórveldið tapaði ekki stigum tvo leiki í röð. Loktölur 1-0 gegn Real Betis og Madrídingar því með sjö stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×