Fótbolti

Solskjær: Þetta var ekki brot

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Solskjær ásamt hetju dagsins.
Solskjær ásamt hetju dagsins. vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var sigurreifur í leikslok eftir 0-1 sigur liðsins á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mason Greenwood gerði eina mark leiksins og voru leikmenn Úlfanna æfir yfir að ekki skyldi vera dæmt brot á Paul Pogba í aðdraganda marksins.

Solskjær segir nýjar áherslur dómaranna á Englandi skýra það en segir jafnframt að honum hafi ekki fundist tækling Pogba leikbrot.

„Í síðustu viku var ég að kvarta yfir því að við fengum ekki brot. Svona verður þetta. Það verður að vera samræmi hjá dómurunum en það mun taka tíma. Það eru áherslur í gangi núna sem snúa að því að leyfa leiknum að fljóta.“

„Mér fannst þetta ekki vera brot. Þeir fóru báðir á eftir boltanum og þetta var góð tækling hjá Paul (Pogba),“ sagði Solskjær einnig.

Ungstirnið Greenwood hefur verið afar öflugur í upphafi móts og var hrósað í hástert fyrir sigurmark sitt.

„Þetta var einstakt mark. Að ná skoti á marki af þessu færi er mjög vel gert. Auðvitað hefði markvörðurinn getað gert betur en þetta gerist svo hratt. Fegurðin við leik Mason (Greenwood) er að hann getur farið bæði til hægri og vinstri; það er erfitt að verjast slíkum leikmönnum,“ segir Solskjær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×