Fótbolti

Stefán Teitur lagði upp bæði mörk Silkeborg í sterkum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson gaf tvær stoðendingar.
Stefán Teitur Þórðarson gaf tvær stoðendingar. getty/Lars Ronbog

Stefán Teitur Þórðarson átti stóran þátt í sigri Silkeborg á Randers, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Stefán Teitur lagði upp bæði mörk Silkeborg í leiknum, það fyrra fyrir Nicklas Helenius og það síðara fyrir Nicolai Vallys. Skagamaðurinn var tekinn af velli á 55. mínútu.

Með sigrinum komst Silkeborg upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið er með tíu stig eftir sjö umferðir.

Strákarnir hans Freys Alexanderssonar í Lyngby töpuðu fyrir Horsens, 1-2, í dönsku B-deildinni. Þetta var fyrsta tap Lyngby undir stjórn Freys.

Sævar Atli Magnússon lék síðustu sautján mínúturnar í liði Lyngby. Aron Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Horsens en Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Lyngby er í 3. sæti deildarinnar en Horsens í því fimmta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.