Fótbolti

Lewandowski með þrennu í stórsigri Bayern München

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski getur ekki hætt að skora.
Robert Lewandowski getur ekki hætt að skora. Alexander Hassenstein/Getty Images

Bayern München tók á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði þrennu fyrir heimamenn í 5-0 stórsigri.

Thomas Müller kom Bayern yfir eftir aðeins sex mínútna leik og Robert Lewandowski breytti stöðunni í 2-0 tíu mínútum fyrir hálfleik.

Jamal Musiala kom heimamönnum í 3-0 á 49. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Müller og brekkan fyrir gestina orðin ansi brött.

Lewandowski skoraði sitt annað mark á 70. mínútu, og hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok og tryggði Bayern 5-0 sigur.

Bayern München er nú með sjö stig eftir þrjá leiki, en Hertha Berlin er enn án stiga á botni deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.