Fótbolti

Ari og Ísak fara með gott veganesti í landsleikina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Norrköping unnu síðasta leikinn fyrir landsleikjahléið.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Norrköping unnu síðasta leikinn fyrir landsleikjahléið. getty/DeFodi Images

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson léku báðir allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 3-0 sigur á Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Christoffer Nyman skoraði tvö mörk fyrir Norrköping og Jonathan Levi eitt. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 26 stig.

Ari og Ísak eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópi Häcken sem sigraði Gautaborg, 3-2. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Gautaborgar en var tekinn af velli undir lok leiks.

Gautaborg fékk vítaspyrnu á 89. mínútu en Tobias Sana brást bogalistinn og leikmenn Häcken gátu því varpað öndinni léttar. Häcken er í 9. sæti deildarinnar en Gautaborg í því tólfta.

Aron Bjarnason lék ekki með Sirius sem lagði Djurgården að velli, 1-0, á heimavelli. Sirius er í 11. sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.