Fleiri fréttir

Meiðslalisti Arsenal lengist enn - Rosicky meiddur á nára

Tomas Rosicky meiddist á nára í sigri Arsenal á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær og verður væntanlega frá í einhvern tíma. Hann er enn einn leikmaðurinn sem Arsene Wenger horfir á eftir á meiðslalistann hjá Lundúnafélaginu.

Gullit: Robin Van Persie getur komið til baka og átt flotta HM

Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði Evrópumeistaraliðs Hollands, trúir því að Robin van Persie eigi eftir að koma sterkur til baka eftir meiðslin og eiga flotta HM í Suður-Afríku næsta sumar. Van Persie verður frá keppni næstu fimm mánuði eftir að hafa meiðst á liðböndum í ökkla í vináttulandsleik á móti Ítölum.

Figo: Englendingar eru ekki meðal þeirra sigurstranglegustu á HM

Portúgalinn Luis Figo, fyrrum leikmaður Inter, Barcelona og Real Madrid, hefur ekki mikla trú á enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Englendingar eru bjartsýnir fyrir keppnina eftir glæsilega undankeppni en Figo hefur mesta trú á Spáni og meiri trú á afrísku þjóðunum en Englendingum.

Richard Dunne segir samúðarverðlaun FIFA vera algjört grín

Richard Dunne, landsliðsmaður Íra, segir umræðu um sérstök samúðarverðlaun FIFA vera algjört grín og mógðun við írska landsliðið. FIFA er að plana það að veita Írum sérstök verðlaun vegna þess að þeir sátu efir í umspilinu á meðan Frakkar komust á HM á ólöglegu marki.

Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko

Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall.

Mourinho strunsaði í burtu eftir tap Inter á móti Juventus

Jose Mourinho, þjálfari Inter, gaf ekki kost á neinum viðtölum eftir 1-2 tap Inter Milan á móti Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Samkvæmt heimildum SkySport þá strunsaði Mourinho burtu skömmu eftir leik, fór framhjá blaðamönnunum og beint upp í liðsrútuna.

Stuttgart búið að reka Markus Babbel

Markus Babbel var í dag rekinn frá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart en liðið hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum. Babbel sem er fyrrum leikmaður Bayern Munchen og Liverpool, hefur verið þjálfari Stuttgart síðan í nóvember 2008.

Martin O'Neill: James Milner á að fara á HM

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, var ánægður með frammistöðu James Milner í 3-0 sigri liðsins á Hull í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn kom Aston Villa upp fyrir Liverpool og í 5.sætið með jafnmörk stig og Tottenham en með lakari markatölu.

Cristiano Ronaldo bað félaga sína afsökunar eftir leikinn

Cristiano Ronaldo var fullur iðrunar eftir 4-2 sigurleik Real Madrid á Almeria í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo var lykilmaður í að Real kom til baka eftir að hafa lent 1-2 undir en hann lét síðan reka sig útaf í lok leiksins. Ronaldo lét líka verja frá sér víti sem hann fékk sjálfur.

Arsene Wenger: Arshavin átti að skora þrennu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá lærisveina sína enda þriggja leikja taphrinu með því að vinna 2-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rússinn Andrey Arshavin átti flottan leik, skoraði eitt, lagði upp annað og fiskaði víti sem Cesc Fabregas lét Thomas Sorensen verja frá sér.

Barcelona og Real Madrid ætla bæði að bjóða í Fabregas í janúar

Barcelona og Real Madrid keppa ekki bara um spænska meistaratitilinn í vetur því þau ætla í annarskonar keppni þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar nefnilega kapphlaupið um að ná að kaupa Cesc Fabregas frá Arsenal. Spænska blaðið Marca segir að fyrirliði Arsenal sé þegar búinn að ákveða það að fara frá Lundúnaliðinu eftir tímabilið.

Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Barcelona

Tvö mörk frá Lionel Messi og eitt frá Zlatan Ibrahimovic tryggðu Barcelona dýrmætan útisigur á Deportivo La Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Messi kom Barcelona tvisvar yfir í leiknum og Zlatan innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.

AC Milan skoraði þrjú mörk á fyrstu 23 mínútunum

AC Milan vann sinn fimmta leik í röð í ítölsku deildinni í dag þegar liðið van 3-0 heimasigur á Sampdoria. Marco Borriello, Clarence Seedorf og Alexandre Pato skoruðu mörkin á fyrstu 23 mínútum leiksins.

Carlo Ancelotti: Manchester City spilaði mjög vel

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ekkert að æsa sig eftir að Chelsea endaði fimm leikja sigurhrinu sína í ensku úrvalsdeildinni með því að tapa fyrir Manchester City í kvöld. Nú munar aðeins tveimur stigum á Chelsea og Manchester United.

Cristiano Ronaldo skoraði, klikkaði á víti og fékk rautt spjald

Cristiano Ronaldo fékk tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili í lok 4-2 sigurleiks Real Madrid á Almería í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Real Madrid lenti 1-2 undir en skoraði þrjú mörk á ellefu mínútna kafla og tryggði sér mikilvægan sigur í toppbaráttunni við Barcelona.

SønderjyskE hélt upp á komu Ólafs með góðum 2-0 sigri

SønderjyskE, hélt upp á komu Íslendingsins Ólafs Inga Skúlasonar, með því að vinna 2-0 heimasigur á Aalborg BK í dönsku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom SønderjyskE upp um tvö sæti og í 8. sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Aalborg sem erí 7. sætinu.

Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn í 1-3 tapi Mónakó

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í hálfleik í 1-3 tapi Mónakó á útivelli fyrir Valenciennes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mónakó jafnaði leikinn fimm mínútum eftir að Eiður kom inn á völlinn en Valenciennes skoraði síðan tvö mörk á síðustu fimm mínútunum.

Manchester City vann Chelsea og jafnaði toppbaráttuna

Nýju framherjarnir Emmanuel Adebayor og Carlos Tevez tryggðu Manchester City 2-1 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það var markvörðurinn Shay Given sem sá til þess að City gerði ekki áttunda jafnteflið í röð þegar hann varði víti frá Frank Lampard sjö mínútum fyrir leikslok.

Sir Alex Ferguson: Varð að nota minnsta miðvörð í heimi

Sir Alex Ferguson var í góðu skapi eftir 4-0 sigur Manchester United á West Ham á Upton Park í dag. Hann grínaðist með það að hafa þurft að nota minnsta miðvörð í heimi þegar meiðslavandræði varnarmanna liðsins tóku á sig nýja mynd í dag.

Benitez vonsvikinn: Við verðum að vinna svona leiki

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir marklaust jafntefli á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool missti fyrir vikið Aston Villa upp fyrir sig og er því komið niður í 6. sætið.

Ármann Smári skoraði aftur fyrir Hartlepool

Ármann Smári Björnsson skoraði þriðja mark enska C-deildarliðsins Hartlepool United í 3-0 sigri á Millwall í ensku 2. deildinni í dag. Ármann Smári hefur þar með skorað í tveimur leikjum í röð en hann skoraði einnig í 2-3 tapi á móti Carlisle í vikunni.

Ólafur Ingi gengin til liðs við SønderjyskE

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmiðjumaður og fyrrum leikmaður sænska liðsins Helsingborg, hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Meistararnir skoruðu fjögur á Upton Park - marklaust hjá Liverpool

Meistarar Manchester United voru í stuði á Upton park í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir unnu 4-0 sigur á heimamönnum í West Ham. Manchester United minnkaði forskot Chelsea þar með í tvö stig en Chelsea mætir nágrönnum þeirra í Manchester City á eftir.

Hermann: Þetta var risasigur fyrir okkur

„Þetta var risasigur fyrir okkur og vonandi upphafið að einhverju sérstöku," sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigur Portsmouth á Burnley á Fratton Park í dag.

HM gæti verið í hættu hjá Fernando Torres

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, hefur varað menn við því að Fernando Torres gæti verið að glíma við kviðslitsmeiðslin sín það sem eftir er af tímabilinu.

Hermann hetja Portsmouth - skoraði fyrra markið í 2-0 sigri

Hermann Hreiðarsson var heldur betur í sviðsljósinu í lífsnauðsynlegur 2-0 sigri Portsmouth á Burnley á Fratton Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann fékk vítaspyrnu á silfurfati í fyrri hálfleik sem nýttist ekki og skoraði síðan fyrra mark liðsins með flottu skoti á 65. mínútu.

HM-lið Dana mun æfa í Ölpunum

Danska landsliðið í fótbolta sem í gær dróst í riðil með Hollandi, Kamerún og Japan mun æfa í Ölpunum til þess að undirbúa sig fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar. Ástæðan er að fyrsti leikurinn á móti Hollandi verður spilaður í Jóhannesarborg sem stendur í 1750 metra hæð.

AZ Alkmaar búið að reka Ronald Koeman

Ronald Koeman, fyrrum landsliðsmaður Hollendinga og leikmaður Barcelona, hefur verið rekinn frá hollenska úrvalsdeildarfélaginu AZ Alkmaar en Koeman var á sínu fyrsta ári með liðið eftir að hafa tekið við af Louis van Gaal í sumar.

Dunga: Verður eins og Brasilía gegn Brasilíu

Brasilía er í dauðariðlinum á HM, ásamt Portúgal, Fílabeinsströndinni og Norður-Kóreu. Brasilía er ásamt Spánverjum talin vera sigurstranglegasta þjóðin fyrir mótið.

Jimmy Bullard maður mánaðarins á Englandi

Carlo Ancelotti var valinn stjóri mánaðarins í nóvember í enska boltanum. Undir hans stjórn vann Chelsea alla leiki sína og fékk ekki á sig mark en skoraði átta.

Hvernig spilast HM í Suður-Afríku?

Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku hefst eftir 188 daga. Í dag var dregið í riðla fyrir keppnina og þá kom í ljós hverjir mæta hverjum í riðlakeppninni. Þá kom líka í ljós hverjir mætast í næstu stigum keppninnar.

Hollendingar og Ítalir varkárir eftir dráttinn

Það þarf ekki að koma á óvart að allir landsliðsþjálfarar sem tjá sig um dráttinn á HM í Suður-Afríku eru fullir virðingar og varkárni eftir dráttinn í dag. Það er líka eðlilegt þar sem allt getur gerst á stóra sviðinu.

Ardiles: Maradona er örugglega ánægður

Gamla kempan Ossie Ardiles var viðstaddur dráttinn í dag fyrir hönd Argentínu. Landsliðsþjálfarinn Diego Maradona var meinað að vera við dráttinn þar sem hann tekur út leikbann, og þar með bann frá öllum viðburðum FIFA, í tvo mánuði.

Capello: Ekki svo slæmur dráttur

"Þetta eru ekki svo slæmur dráttur," sagði hógvær Fabio Capello um draumariðil Englands á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

Cole frá fram yfir áramót

Carlton Cole, leikmaður West Ham, verður frá keppni fram yfir áramót vegna hnémeiðsla. Talið er að hann muni miss af næstu sex leikjum liðsins.

G-riðillinn er dauðariðillinn

Það var mikil spenna um allan heim í kvöld þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Suður-Afríku.

Samningaviðræður Ívars ganga hægt

Fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag að Ívar Ingimarsson þurfa að taka á sig talsverða launalækkun ætli hann sér að vera áfram í herbúðum Reading.

Paul Scholes: Ryan Giggs er besti leikmaður Man Utd frá upphafi

Paul Scholes ætti að þekkja það manna best hvað Ryan Giggs hefur skilað til Manchester United en þeir hafa verið liðsfélagar í meira en fimmtán ár. Scholes sparar félaga sínum ekki hrósið í nýlegu viðtali við BBC en Giggs skoraði hundraðasta mark sitt fyrir United um síðustu helgi.

Chamakh ætlar að klára tímabilið með Bordeaux

Marouane Chamakh, framherji franska liðsins Bordeaux, segist ekki ætla að fara frá félaginu fyrr en eftir tímabilið. Mörk lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt þessum 25 ára sóknarmanni Bordeaux áhuga en var lengi á leiðinni til Arsenal í sumar.

Arsene Wenger sér ekki eftir einu eða neinu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki sjá eftir því að hafa sleppt því að taka í höndina á Mark Hughes, stjóra Manchester City, eftir 0-3 tap Arsenal á móti City í enska deildarbikarnum í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir