Enski boltinn

Leikmenn Portsmouth búnir að fá útborgað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Peter Storrie, framkvæmdarstjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, segir að leikmenn hafi nú fengið vangoldin laun greidd.

Þetta er í annað skiptið sem Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth þurfa að bíða eftir laununum sínum.

Storrie segir hins vegar að nú sé bjart framundan enda vill nýr eigandi, Ali Al-Faraj, leggja sitt af mörkum til að laga fjárhaginn sem allra fyrst.

Storrie sagði einnig við enska fjölmiðla að endurfjármögnun félagsins væri langt komin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×