Enski boltinn

Ármann Smári skoraði aftur fyrir Hartlepool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson. Mynd/Scanpix

Ármann Smári Björnsson skoraði þriðja mark enska C-deildarliðsins Hartlepool United í 3-0 sigri á Millwall í ensku 2. deildinni í dag. Ármann Smári hefur þar með skorað í tveimur leikjum í röð en hann skoraði einnig í 2-3 tapi á móti Carlisle í vikunni.

Ármann Smári var í byrjunarliði Hartlepool og skoraði markið sitt með skalla í 29. mínútu. Hann lék allan leikinn en með þessum sigri komst Hartlepool upp í 11. sæti deildarinnar.

Ármann Smári kom til enska liðsins frá Brann í Noregi þar sem hann hafði verið frá 2006 en Hartlepool United keypti hann í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×