Enski boltinn

Paul Scholes: Ryan Giggs er besti leikmaður Man Utd frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes og Ryan Giggs fagna marki saman.
Paul Scholes og Ryan Giggs fagna marki saman. Mynd/AFP
Paul Scholes ætti að þekkja það manna best hvað Ryan Giggs hefur skilað til Manchester United en þeir hafa verið liðsfélagar í meira en fimmtán ár. Scholes sparar félaga sínum ekki hrósið í nýlegu viðtali við BBC en Giggs skoraði hundraðasta mark sitt fyrir United um síðustu helgi.

„Hann er besti leikmaður félagsins frá upphafi og það hefur verið frábært að spila með honum. Hann verður ekki bara í hópi þeirra bestu því hann er sá eini og sanni," sagði Scholes.

„Það er einstakt að vera hér í 20 ár og vera ennþá í toppformi og að spila svona vel. Hann er sá eini sem kemur til greini sem besti leikmaður Man Utd frá upphafi," segir Scholes.

Ryan Giggs hefur unnið 30 titla með Manchester United þar af hefur hann unnið ensku deildina ellefu sinnum og enska bikarinn fjórum sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×