Enski boltinn

Sérstök varnarlína hjá Manchester United í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Fletcher er í nýrri stöðu á Upton Park í dag.
Darren Fletcher er í nýrri stöðu á Upton Park í dag. Mynd/AFP

Nemanja Vidic er veikur og getur ekki tekið þátt í leik Manchester United á móti West Ham á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, verður því að stilla upp sérstakri varnarlínu í þessum leik því margir varnarmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða.

Darren Fletcher verður hægri bakvörður í dag og Gary Neville mun spila sem miðvörður. Wes Brown er síðan hinn miðvörðurinn og Patrice Evra spilar sem vinstri bakvörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×