Fótbolti

Ardiles: Maradona er örugglega ánægður

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Diego Maradona var ekki viðstaddur dráttinn í dag.
Diego Maradona var ekki viðstaddur dráttinn í dag. Nordicphotos/GettyImages
Gamla kempan Ossie Ardiles var viðstaddur dráttinn í dag fyrir hönd Argentínu. Landsliðsþjálfarinn Diego Maradona var meinað að vera við dráttinn þar sem hann tekur út leikbann, og þar með bann frá öllum viðburðum FIFA, í tvo mánuði.

Argentína er í riðli með Nígeríu, Suður-Kóreu og Grikklandi.

„Þetta var ekki versti drátturinn en ekki sá besti heldur, þetta verður því ekki auðvelt. Stærsta vandamálið er að vita hvaða lið Argentínu mætir á HM, annaðhvort það sem allir í heiminum hræðast eða það sem átti í erfiðleikum með að komast á mótið í gegnum undankeppnina."

„En hvernig mun Diego Maradona reiða af í úrslitakeppninni? Hver veit? Með Diego, allt getur gerst, allt er mögulegt. Ég held að hann sé nokkuð ánægður með þennan drátt. Aðalatriðið er að Diego vildi forðast stóru liðin í Evrópu, liðin tvo sem gætu valdið vandræðum, Portúgal og Frakkland - og hann forðaðist þau bæði.

„Ég man eftir að hafa horft á opnunarleik Argentínu á HM á Ítalíu 1990 og Kamerún vann okkur. Það var áfall. Á þeim tíma áttu Afríkuþjóðirnar ekki mikla von í úrslitakeppninni en Roger Milla hristi svo sannarlega upp í öllum heiminum þegar Kamerún vann Argentínu."

„Ég held að það yrði ekki jafn mikið áfall núna ef Nígería ynni Argentínu þar sem allir telja að afrísku þjóðunum muni vegna vel, og Nígería er með gott lið, og þeir eru líka á heimavelli í Afríku," sagði Ardiles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×