Enski boltinn

Meistararnir skoruðu fjögur á Upton Park - marklaust hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Gibson og Wayne Rooney fagna marki þess fyrrnefnda.
Darren Gibson og Wayne Rooney fagna marki þess fyrrnefnda. Mynd/AFP

Meistarar Manchester United voru í stuði á Upton park í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir unnu 4-0 sigur á heimamönnum í West Ham. Manchester United minnkaði forskot Chelsea þar með í tvö stig en Chelsea mætir nágrönnum þeirra í Manchester City á eftir.

Gengi Liverpool er ekkert að lagast og liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Blackburn í dag. Úrslitin þýða að Liverpool er dottið niður í 6. sætið þar sem Aston Villa vann 3-0 sigur á Hull.

Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á móti Stoke eftir laglegan samleik við Cesc Fabregas en Fabregas hafði áður látið Thomas Sorensen verja frá sér vítaspyrnu sem Arshavin fiskaði. Aaron Ramsey innsiglaði síðan 2-0 sigur Arsenal eftir sendingu frá Arshavin.

Wolves vann mikilvægan 2-1 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum Bolton í botnbaráttunni og sendi Portsmouth því strax aftur niður í botnsætið þaðan sem Hermann Hreiðarsson og félagar höfðu sloppið með sigri á Burnley fyrr í dag.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Portsmouth-Burnley  2-0

1-0 Hermann Hreiðarsson (65.), 2-0 Aruna Dindane (83.)

Arsenal-Stoke  2-0

1-0 Andrei Arshavin (26.), 2-0 Aaron Ramsey (79.)

Aston Villa-Hull  3-0

1-0 Richard Dunne (11.), 2-0 James Milner (28.), 3-0 John Carew, víti (88.)

Blackburn-Liverpool  0-0

West Ham-Manchester United  0-4

0-1 Paul Scholes (45.+1), 0-2 Darron Gibson (61.), 0-3 Antonio Valencia (70.), 0-4 Wayne Rooney (71.)

Wigan-Birmingham  2-3

1-0 Charles N'Zogbia (33.), 1-1 Sebastian Larsson (61.), 1-2 Christian Benitez (66.), 1-3 Sebastian Larsson (71.), 2-3 Jordi Gomez (88.)

Wolverhampton-Bolton  2-1

1-0 Jody Craddock (4.), 2-0 Nenad Milijas (63.), 2-1 Johan Elmander (79.)



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×