Enski boltinn

Chamakh ætlar að klára tímabilið með Bordeaux

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Chamakh, framherji Bordeaux.
Marouane Chamakh, framherji Bordeaux. Mynd/AFP
Marouane Chamakh, framherji franska liðsins Bordeaux, segist ekki ætla að fara frá félaginu fyrr en eftir tímabilið. Mörk lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt þessum 25 ára sóknarmanni Bordeaux áhuga en var lengi á leiðinni til Arsenal í sumar.

Laurent Blanc, þjálfari Bordeaux, sagði í viðtali við franska blaðið L'Equipe að Chamakh muni spila með Bordeaux frá 1. janúar til 30. júní en hann hefur spilað allan meistaraflokksferil sinn með félaginu.

Marouane Chamakh skoraði 13 mörk í 34 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni í fyrra og hefur skorað 5 mörk í fyrstu 14 leikjunum á þessu tímabili. Hann hefur alls skorað 50 mörk í 204 deildarleikjum með Bordeaux.

Marouane Chamakh er landsliðsmaður Marokko þó svo að hann sé fæddur í Frakklandi en hann hefur skorað 15 mörk í 52 landsleikjum með Afríkuliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×