Enski boltinn

Cole frá fram yfir áramót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlton Cole í leik með West Ham.
Carlton Cole í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Carlton Cole, leikmaður West Ham, verður frá keppni fram yfir áramót vegna hnémeiðsla. Talið er að hann muni miss af næstu sex leikjum liðsins - að minnsta kosti.

„Það fer eftir því hvernig hnéð bregst við. En þetta er spurning um vikur en ekki mánuði," sagði Gianfranco Zola, stjóri West Ham.

Cole hefur átt góðu gengi að fagna með West Ham í haust og hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni. West Ham er sagt vilja fá um 20 milljónir punda fyrir hann.

Cole gekk til liðs við West Ham frá Chelsea árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×