Enski boltinn

Sigurmark Bobby Zamora kom Fulham upp í 8. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bobby Zamora var hetja Fulham í dag.
Bobby Zamora var hetja Fulham í dag. Mynd/AFP
Fulham komst upp í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Sunderland í dag. Það var Bobby Zamora sem skoraði eina mark leiksins strax á 7. mínútu.

Sunderland var tveimur sætum og stigi ofar en Fulham fyrir leikinn en Fulham komst upp fyrir Stoke, Sunderland og Birmingahm með þessum sigri.

Bobby Zamora skoraði markið sitt með skalla eftir fyrirgjöf John Pantsil en þetta var sjötta mark hans á tímabilinu. Hann hafði þó ekki skorað síðan á móti Liverpool í lok októbermánaðar.

Þetta var fjórða tap Sunderland í röð á útivelli en liðið hefur aðeins náð í 4 stig af 24 mögulegum á útivelli á þessu tímabili.

Lundúnaferðir Steve Bruce hafa líka ekki gengið vel og það breyttist ekki í dag. Lið hans hafa nú leikið 19 leiki í röð í höfuðborginni án þess að fagna sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×