Enski boltinn

Hermann: Þetta var risasigur fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/AFP

„Þetta var risasigur fyrir okkur og vonandi upphafið að einhverju sérstöku," sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali við Sky Sports eftir 2-0 sigur Portsmouth á Burnley á Fratton Park í dag.

„Við getum vonandi byggt ofan á þennan sigur því við vitum að það er fullt af stigum eftir í pottinum," sagði Hermann sem skoraði fyrra mark Portsmouth og fiskaði einnig víti í fyrri hálfleik sem nýttist ekki.

„Þetta var ekki víti. Ég var að bíða eftir sparkinu sem kom aldrei. Þetta var samt ekki dýfa því það er ekki það sem ég stend fyrir," viðurkenndi Hermann. Hermann hefur staðið í launakrísu Portsmouth fyrir hönd leikmanna liðsins.

„Allir leikmenn liðsins hafa staðið saman í þessari erfiðu stöðu og það hefur enginn verið að kvarta. Þetta hefur kannski bara þjappað hópnum saman því við náðum allavega í þessi mikilvægu stig," sagði Hermann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×