Enski boltinn

Hermann í byrjunarliðinu í leiknum mikilvæga við Burnley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Getty Images

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth fyrir heimaleik liðsins á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni en þetta er hádegisleikurinn í dag.

Avrin Grant gerir tvær breytingar á liðinu frá tapinu á móti Manchester United, Tommy Smith kemur inn fyrir Federic Piquionne og Steve Finnan leysir af Younes Kaboul sem er í leikbanni. Jóhannes Karl Guðjónsson er sem áður á varamannabekknum hjá Burnley.

Portsmouth er með 7 stig út úr síðustu 14 leikjum og hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið er þremur stigum á eftir Wolves og sjö stigum á eftir West Ham sem er í síðasta örugga sæti.

Leikurinn við nýliða Burnley, sem eru átta sætum og ellefu stigum ofar, er einn af úrslitaleikjunum fyrir Portsmouth ætli liðið að bjarga sér frá falli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×