Fótbolti

Gullit: Robin Van Persie getur komið til baka og átt flotta HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie og Marco Van Basten.
Robin Van Persie og Marco Van Basten. Mynd/AFP

Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði Evrópumeistaraliðs Hollands, trúir því að Robin van Persie eigi eftir að koma sterkur til baka eftir meiðslin og eiga flotta HM í Suður-Afríku næsta sumar. Van Persie verður frá keppni næstu fimm mánuði eftir að hafa meiðst á liðböndum í ökkla í vináttulandsleik á móti Ítölum.

Ruud Gullit líkir aðstöðu Robin van Persie við þá hjá Marco van Basten fyrir að verða 22 árum síðan. Marco van Basten kom þá til baka úr meiðslum skömmu fyrir EM í Þýskalandi 1988 og átti stóran þátt í að Hollendingar urðu Evrópumeistarar með því að skora fimm mörk í keppninni.

Van Basten skoraði meðal annars þrennu í sigri á Englendingum og stórglæsilegt mark í úrslitaleiknum.

„Hann var frábær í 1988-mótinu en ég held að hann hafi aðeins náð að spila síðasta leikinn á tímabilinu áður en hann kom til liðs við landsliðið. Þó svo að Robin komi bara til baka í apríl þá á hann alveg að geta átt góða heimsmeistarakeppni," sagði Gullit við The Mail on Sunday.

Hollendingar eru í riðli með Japan, Kamerún og Danmörku á HM í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×