Enski boltinn

Martin O'Neill: James Milner á að fara á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Milner í baráttu við Jimmy Bullard í Hull-leiknum í gær.
James Milner í baráttu við Jimmy Bullard í Hull-leiknum í gær. Mynd/AFP

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, var ánægður með frammistöðu James Milner í 3-0 sigri liðsins á Hull í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn kom Aston Villa upp fyrir Liverpool og í 5.sætið með jafnmörk stig og Tottenham en með lakari markatölu.

„Milner var frábær í þessum leik. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem hann spilar inn á miðri miðjunni og það var eins og að hann hefði spilað þar allan sinn feril," sagði Martin O'Neill sem gerði James Milner að dýrasti leikmanni Aston Villa þegar hann keypti hann á 12 milljónir punda í águst 2008.

„Það frábæra við James er hversu fjölhæfur hann er. Hann getur spilað á köntunum, hann hefur spilað bakvörð og ég vissi líka að hann myndi koma vel út á miðjunni. Það er öðruvísi leikur sem blasir viðmanni þar ég þekki það frá minni eigin reynslu hjá Nottingham Forest. Ég sagði við hann að gæti spilað á miðjunni og hann er að sanna það," sagði O'Neill.

„Hann er að blómstra hér og hefur tekið leikinn sinn upp á hærra plan. Fabio Capello mun á endanum þurfa að hafa tvo leikmenn sem geta spilað nokkrar stöður á vellinum og Millner er að sýna það og sanna að hann á að fara á HM," sagði Martin O'Neill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×