Fótbolti

Capello: Ekki svo slæmur dráttur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Capello og David Beckham tala saman fyrir dráttinn í dag.
Capello og David Beckham tala saman fyrir dráttinn í dag. Nordicphotos/GettyImages

"Þetta eru ekki svo slæmur dráttur," sagði hógvær Fabio Capello um draumariðil Englands á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

England verður í riðli með Bandaríkjunum, Alsír og Slóveníu.

"Við höfum spilað við Bandaríkin og Slóveníu heima, spilað vel og unnið. En það verður allt annað að spila við þá í júní. Alsír vann Egyptaland og þeir eru líka með gott lið. Allir andstæðingarnir eru sterkir.

England hefur aldrei mætt Alsír en liðið vann Bandaríkin 2-0 í maí 2008 og Slóveníu 2-1 í september síðastliðnum.

Alan Shearer segir að England eigi að fara langt í keppninni. „Ef þú hefðir boðið Fabio þennan riðil í morgun held ég að hann hefði tekið við honum á svipstundu. Allir munu tala um að England sé í auðveldum riðli og þetta lítur vel út fyrir liðið, þeir eiga að fara áfram.

„Á næstu stigum, ef maður horfir á liðin sem England getur mætt næst, þá verður þetta aðeins erfiðara eins og búast má við, en heilt yfir er þetta virkilega góður dagur fyrir Capello."

Sjá einnig:

HM-drátturinn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×