Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Manchester City spilaði mjög vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea í leiknum í dag.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea í leiknum í dag. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ekkert að æsa sig eftir að Chelsea endaði fimm leikja sigurhrinu sína í ensku úrvalsdeildinni með því að tapa fyrir Manchester City í kvöld. Nú munar aðeins tveimur stigum á Chelsea og Manchester United.

„Við höfum enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Við erum að gera góða hluti þessa stundina en leikurinn í dag var mjög erfiður þar sem að Manchester City spilaði mjög vel," sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn.

„Við áttum skilið að fá stig en við töpuðum. Við erum samt ennþá í toppsætinu í deildinni, erum með tveggja stiga forskot á Manchester United og við þurfum ekkert meira en það," sagði Ancelotti.

Carlo Ancelotti sagði að jöfnunarmark City hafi verið ólöglegt því boltinn fór í hendi Micah Richards áður en Emmanuel Adebayor skoraði.

„Ég var vonsvikinn með dómarann. Það kom mér á óvart að Howard Webb skyldi missa af þessu því ég tel hann vera frábæran dómara," sagði Ancelotti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×