Fótbolti

AZ Alkmaar búið að reka Ronald Koeman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronald Koeman.
Ronald Koeman. Mynd/AFP

Ronald Koeman, fyrrum landsliðsmaður Hollendinga og leikmaður Barcelona, hefur verið rekinn frá hollenska úrvalsdeildarfélaginu AZ Alkmaar en Koeman var á sínu fyrsta ári með liðið eftir að hafa tekið við af Louis van Gaal í sumar.

Louis van Gaal gerði AZ að hollenskum meisturum í fyrsta sinn í 28 ár en fór síðan yfir til Þýskalands og gerðist þjálfari Bayern Munchen.

Ronald Koeman hefur ekki náð að fylgja á eftir góðum árangri Louis van Gaal og það sem gerði útslagið var 2-1 tap liðsins á heimavelli fyrir Vitesse Arnhem í gær en eftir leikinn er AZ í sjötta sæti hollensku deildarinnar. Koeman var með samning til AZ til ársins 2011.

Einn íslenskur leikmaður spilar með AZ Alkmaar en það er Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn hefur þó ekki spilað með aðalliði félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×