Enski boltinn

Arsene Wenger sér ekki eftir einu eða neinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger sést hér stara á Mark Hughes á meðan leiknum stóð.
Arsene Wenger sést hér stara á Mark Hughes á meðan leiknum stóð. Mynd/AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki sjá eftir því að hafa sleppt því að taka í höndina á Mark Hughes, stjóra Manchester City, eftir 0-3 tap Arsenal á móti City í enska deildarbikarnum í vikunni.

„Á laugardaginn stjórna ég mínum 500. leik hjá Arsenal og ég held að ég hafi tekið í höndina á hinum stjóranum í 497 skipti. Þetta er gömul hefð en aðalatriðið er ekki halda þessa hefð heldur að sýna almenna kurteisi," sagði Wenger sem segist myndi gera það sama væri hann settur í þessa stöðu á ný.

„Ég viðurkenni alveg að ég er tapsár en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef við hefðum unnið leikinn," sagði Wenger sem vill þó ekki greina frá því hvað hafi verið í gangi milli hans og Mark Hughes á hliðarlínunni í umræddum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×